Vigdís Hauksdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og telur sér það til vegsemdarauka að breiða út óhróður um allskonar fólk sem hún telur tengjast Samfylkingunni á einhvern hátt.
Vigdís hefur nú skrifað bréf og dreifir því út um allt með fyrirsögninni „Þetta bréf fékk ég í pósti“.
Annar liður bréfsins er svona og svarið við þessum óhróðri er fyrir neðan.
2.
Herdísi Hallmarsdóttur hæstaréttarlögmaður sem situr í slitstjórn Landsbanka Íslands er eiginkona Magnúsar Orra Schram þingmanns Samfylkingarinnar.
Svar:
Alveg eins og í lið eitt, er lítið fútt í þessu. Rakalausar dylgjur, tunnuberjurunum til hugarangurs og íhaldinu til óyndis.