Þögull sem (hólm)steinn.

Hugmyndafræðingur efnahagshrunsins, Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur verið óvenju þögull að undanförnu. En lifir þó í gömlum glæðum og hann slær nú lyklaborðið af miklum móð. Ekki fer mikið fyrir efnahagsumræðu eða öðru slíku heldur er prófessorinn með hugann við annað.

Hann karpar af miklum móð um Karl Th. Birgisson og Guðmund Andra Thorsson og krefur þá um einhverjar skýringar sem ég skil ekki almennilega.

Hérna má lesa um helstu hugðarefni Hannesar Gissurarsonar þessa stundina.

Ef að Hannes væri ærlegur náungi myndi hann hætta þessu karpi og tjá sig aðeins um efnahagshrunið, þátt Sjálfstæðisflokksins í því og já. -Hugmyndafræðina sem brást.

Hann og fleiri sanntrúaðir Sjálfstæðismenn eru þöglir sem steinar um þá umræðu eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Hannes sjálfur er þögull sem hólmsteinn.

22 comments On Þögull sem (hólm)steinn.

 • Hættu þessu, hvenær ætlar fólk að skilja að það var ekki hugmyndafræðin sem brást heldur fólkið. Eða þvert á móti of mikið eftirlit og reglugerðafargan. Eða bara eitthvað allt annað. Allavega stendur hugmyndafræðin enn fyrir sínu.

 • Teitur það er beinlýnis kjánalegt að nefna bara einn af þremur þrjótum sem allir voru gerendur í sama glæpnum. Samfylkingin og Framsókn tóku fullan þátt í hruni Íslands og eru ekkert minna sek.
  Annars finnst mér Hannes Hólmsteinn skemmtilegur og fer alldrei dult með sínar skoðanir frekar en þú Teitur. Í rauninni er margt líkt með ykkur báðir jafn blindir á það sem gerðist og horfið í sitthvora áttina. Annars sammála Elvari allt tal um dauða kapítalismans eru tálsýn hann lifir sjaldan betra lífi.

 • Þið kommarnir eru eilítið kostulegir.

  Þið skammist þegar hægri menn hafa sig í frammi, þið hneykslist þegar hægri menn halda sig til hlés og að lokum náið þið ekki upp í nef ykkar fyrir bræði þegar hægri menn rjúfa þögnina.

  Hvað er í gangi?

 • Þetta hafði Hannes að segja um íslenska efnahagsundrið.

  http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/entry/317818/

  "Hvað olli íslenska efnahagsundrinu? Festa í peningamálum og ríkisfjármálum, frelsi til viðskipta, myndun einkaeignarréttar á auðlindum, sala ríkisfyrirtækja og skattalækkanir. En ef til vill eru tvær aðrar spurningar nú forvitnilegri. Hvaðan komu íslensku víkingunum fé til að kaupa fyrirtæki sín hér og erlendis? Augljós skýring er auðvitað hinir öflugu lífeyrissjóðir. En önnur skýring ekki síðri er, að fjármagn, sem áður var óvirkt, af því að það var eigendalaust, óskrásett, óveðhæft og óframseljanlegt, varð skyndilega virkt og kvikt og óx í höndum nýrra eigenda. Hér á ég aðallega við fiskistofnana og ríkisfyrirtækin fyrrverandi, en líka ýmis samvinnufélög. Hin spurningin er, hvernig við getum haldið áfram á sömu braut. Svarið er einfalt: Lækkum myndarlega skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Getur norræni tígurinn stokkið fram úr hinum keltneska?"

 • Það hefur lítið heyrst í prófessornum nýlega. Er hann ekki bara fluttur til Pattaya.

  Sigmundur Guðmundsson stærðfræðingur

 • Hannes er fínn það er fáránlegt að draga hann fram í dagsljósið sem einhvern geranda í hruninu. Hannes sat aldrei í ríkisstjórn hann átti bara vin í ríkisstjórn. Ég á góðan vin í núverandi ríkisstjórn og hann fer ekkert eftir því sem ég hef til málana að leggja . Heldur þú Teitur að Davíð hafi látið Hannes segja sér fyrir verkum. Hannes er með skoðanir sem teljast pólítískt rangar hjá öllum vinstri mönnum. Það hefur verið hreinlega vinsælt hjá vinstri mönnum að drulla yfir allt sem Hannes segir. Hannes Hólmsteinn er dæmi um mann sem kann að nota tjáningarfrelsið. Mjög oft er ég ósammála honum en hann er alltaf skemmtilegur og rökviss annað en t.d. Össur Skarp sem er bara slagorðasubba og aldrei með nein rök á takteininum

 • Sjálfshól prófessorsins:

  http://en.wikipedia.org/wiki/Hannes_H%C3%B3lmsteinn_Gissurarson

  takið eftir

  HHG,
  Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?
  Nýja bókafélagið, Reykjavík 2002.

 • Hannes er löngu búinn að afgreiða þetta, lastu ekki greinarnar hans sl. haust. Þetta er augljóslega allt kommanum Bill Clinton að kenna, hann vildi hjálpa fátæku fólki að eignast hús. Og eins og þú veist hefur ekkert eins hræðilega hættulegar efnahagslegar afleiðingar og að reyna að hjálpa fátæku fólki. Það kann augljóslega ekki með pening að fara, annnar væru það ekki svona fátækt. Hjálpa riku fólki, það er hinsvegar aflvaki framfara.

 • óttalega finnst mér þreytt að vera þeyta skít í prófessor Hannes. Karlgreyjið hefur verið hundeltur af glæpamanni eins og Jóni ….lyfjasala og kerlingarbeiglunni á gljúfrasteini. Allar litlu flokkstíkurnar á vinstri vængnum hafa haft það sem áhugamál að hrauna yfir karlinn og núna þegar hann dregur sig útúr þjóðmálaumræðunni þá skammast menn í honum líka. Eigum við ekki að virða rétt Hannesar til að vera manneskja í þessu landi án þess að ráðast alltaf að honum. Mér finnst það lítilmannlegt og rolelegt að leggja hann svona í einelti.

 • Hannes er algjör andlegur ofjarl þeirra sem duglegastir eru að kasta í hann fúkyrðum. Það er svo dapurlegt að sjá umræðu á svona lágu plani

 • Sjálfshól prófessorsins:

  http://en.wikipedia.org/wiki/Hannes_H%C3%B3lmsteinn_Gissurarson

  takið eftir

  HHG,
  Hvernig getur Ísland orðið ríkasta land í heimi?
  Nýja bókafélagið, Reykjavík 2002.

 • Markmiðið að gera Ísland að ríkasta landi heims var vond hugmynd,Mörður og Hannes voru fínir saman í gamla daga á stöð 2 (>10 árum ) Gaman að sjá vitsmunalegar umræður .Hörður

 • Skamm Teitur svona má ekki gera. Það er Ljótt voða voða ljótt

 • Hannes var hundeltur fyrir að bera út óhróður og síðan fyrir ritstuld.

  Held það sé í lagi þó fólk hafi skoðun á honum.

 • Af hverju Hannes Teitur? þetta er rosalega gömul og þreytt tugga. Hví leyfum við ekki Hannesi að vera í friði. Allir vita að Hannes er sérstakur karakter það er ekki þar með sagt að það hafi verið gefið út veiðileyfi á hann. Allir sjá að Þráinn Bertelsson er veikur maður það er ekki þar með sagt að það sé rétt að níðast á honum. Leyfum Hannesi vera rólegum hann á örugglega eftir að koma með skemmtilegar bombur sem þú getur hneykslast yfir.

 • Teitur,

  Hefur þú bara ekkert ímyndunarafl? Dettur þér ekkert betra í hug? Blessaður taktu þér frí frá þessu, nánast allt sem kemur frá þér er afskaplega fyrirsjáanlegt.
  Ég dáist að Hannesi, hann þorir að minnsta kosti að hafa sínar "eigin" skoðanir og láta þær í ljós, hvort sem maður er sammála eða ekki.
  Sammála Hermann! Góð lýsing á fólki sem heldur að það sé frjálslynt, en þolir í raun ekki fjölbreytileika.

 • Eru flestir sem kommenta hér í Davíðsæskunni eða lærisveinar HHG?.

 • Enginn er Guð nema Davíð Kristur
  og Hannes Hólmsteinn er spámaður hans.

 • Teitur minn nefndu eitthvað sem Hannes hefur gert sem er svo alvarlegt að þú skulir leggja hann í einelti annað en það að hann er ekki með sömu skoðanir og þú.
  Hannes Hólmsteinn á nákvæmlega engan þátt í bankahruni Íslands. Sannaðu það ef svo er annars ertu bara að ata saklausan mann auri.

 • Prófessor Gæsafótur er hugmyndafræðingur Þjóðargjaldþrotsins

Comments are closed.

Site Footer