ÓGEÐSVEFURINN AMX OG H.H. GISS

Ógeðsvefurinn AMX skrifaði um mig heila grein í gærkveldi.  Ástæðan var þetta blogg, þar sem ég fer aðeins yfir samskipti mín og Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Ég hef nefnilega verið svolítið duglegur að benda á að prófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar undir dulnefni og ræðst að samkennurum sínum í Háskólanum og öðrum þeim sem ekki deila aðdáun hans sjálfs á Davíð Oddsyni og Eimreiðarklíkunni.

En fyrir þá sem ekki vita, skrifar  Hannes öðru hvoru undir hatti Skafta Harðarsonar og svo skrifar hann stundum á ógeðsvefinn AMX.

Í sannleika sagt, ekkert sérstaklega merkilegar afhjúpanir.  Þetta blasir við þeim sem hafa snefil af máltilfinningu og geta lagt saman tvo og tvo.  Reyndar er það svo að bloggari sem kallar sig Möl, kom auga á „the smoking gun“ í þessu samhengi.  Ég hvet ykkur til að lesa færslu Malar.

Þetta eru staðreyndir málsins. Takið eftir því.

Ég bendi á að Hannes skrifi stundum undir hatti Skafta Harðarsonar og öðru hvoru  á ógeðsvefinn AMX. 

Svo kom Hannes sjálfur fram á sjónarsviðið.  Og hvað gerir hann? Jú hann gagnrýnir stafsetninguna mína, ritstíl og segir mér að fara til Afríku til að vinna sjálfboðastarf.  Afar dæmigert fyrir ysta hægrið.  Þau svara aldrei neinu, þyrla bara upp moðreyk í von um að fólk gleymi aðalatriðum málsins.

Hannes hefur nú þrisvar sinnum svarað þessum staðreyndum mínum og í hvert sinn talað um stafsetninguna hjá mér.  Nýjasta innlegg Hannesar i umræðuna var þessi hérna:

..Enn og aftur stafsetningin.  🙂

Efnislega er engu svarað.  Engu.  -Ekki stafur þakka ykkur fyrir. Samt gagnrynir Hannes mig fyrir að halda ekki þræði í röksemdafærslu !!!  – Hannes veit nefnilega eins og er að ef hann neitar þessu efnislega, er hann í vondum málum.  Það er vegna þess að til eru beinar og harðar sannanir fyrir þessum drauga-skrifum Hannesar.  Sannanir sem munu koma í ljós áður en lagt um líður.  þá er betra fyrir prófessorinn að vera ekki búin að ljúga.  þá er betra að halda sig við moðreyks-framleiðsluna og endurtaka þvæluna þannig að hún fari að hljóma sennilega.

Ógeðsvefurinn AMX hjó til mín (sennilega að beiðni Hannesar) og sagði skrif mín skiljanleg í því ljósi að ég  væri „bloggari í þágu Samfylkingarinnar“ og gagnrýnir síðan meint orðbragð mitt í téðri færslu.  Það sem AMX á við er að ég kalla vefinn þeirra „ógeðsvef“.  -Thats it!

-Það er nú allt orðbragðið.

Svo kemur það kostulega. Sá sem lemur á lyklaborðið á ógeðsvefnum AMX skrifar þetta:

Smáfuglunum þykir maður, sem ræðir mál með því orðbragði, sem Teitur notar ekki hafa í háum söðli að detta í gagnrýni sinni á aðra.

En hvað með vef eins og AMX?  Detta þeir ekkert úr háum söðli?  Vefur sem sérhæfir sig í nafnlausum árásum. Hvort skyldi nú vera verra að segja að eitthvað sé ógeðslegt sé ógeðslegt, en að nafngreina fólk og ráðast á það vegna peningavandræða?  AMX-skrifarar liggja  greinilega yfir Lögbirtingarblaðinu og uppboðsbeiðnum hjá Sýslumanni bara til þess að geta nuddað fólki upp úr ógæfu þess.

Orðið ógeðsvefur er sannarlega við hæfi og ef eitthvað er, mætti herða á orðbragðinu þegar kemur að ógeðsvefnum AMX og hyskinu sem þar skrifar í skjóli nafnleyndar.

TAKMARKINU NÁÐ!

NOSTALGÍUKAST

TÝPAN

Site Footer