kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Ofsóknir í kjölfar trúleysis

Eftir bloggfærsluna í gær hefur mér borist fjöldi kveðja frá samstúdentum mínum þar sem þeir styðja ákvörðun mína um að koma út úr skápnum sem trúleysingi. Þessi góðu viðbrögð komu við kvikuna á mér og ég er þeim óendanlega þakklátur fyrir stuðninginn. Sumir vildu bara spjalla meðan aðrir gerðu grein fyrir sínum eigin skoðunum á van og-trúmálum. Allt í hinni mestu vinsemd. Þegar ég kom fram opinberlega sem trúleysingi (eftir viðtal í Vikunni) þá varð ég fyrir ofsókn frá formanni guðfræðinema sem tók verulega á. Ég átti svosem von á einhverjum viðbrögðum frá svartstakkadeild guðfræðinema en ekki svo ósvífnum og rætnum eins og raunin varð.

Formaður guðfræðinema heitir Stefán Einar Stefánsson (sjá mynd) og er hvort í senn guðfræðingur og siðfræðingur! Í meðfylgjandi hlekkjum má sjá hvernig þessar ofsóknir birtust og heiftúðugar deilur á athugasemdakerfinu. Ofsóknirnar teygðu sig reyndar út fyrir bloggheima en ég nenni ekki að fara út í þá sálma hér og nú. Hafi einhver áhuga á að kynna sér hvernig þessi ofsókn birtist þá þarf bara að lesa eftirfarandi færslur og athugasemdir í kjölfar hverrar og einnar. -Það segir allt sem segja þarf.

1. nóv 2007
http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/353790/
5. nóv 2007
http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/356809/
13. nóv 2007
http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/363544/
(þessi grein fjallar ekki um mig en ætti að skoðast í samhengi við aðrar færslur Stefáns Einars)
19. nóv 2007
http://stefani.blog.is/blog/stefani/entry/368811/

2 comments On Ofsóknir í kjölfar trúleysis

  • Rakst á link á þessa færslu á einhverju bloggi og vildi bara kvitta.Verð nú bara að segja að þetta er bara fyndið. En sumt fólk hefur bara greinilega ekki nóg að gera! Voða eitthvað svekktur þessi Stefán.
    Neitaði sjálf að skrá börnin mín í norsku þjóðkirkjuna – sá ekki ástæðu til þess eiginlega. Og mér sýnist á mynd neðar á blogginu að þú hafir verið í kvennó. Bless.

  • Passar. Ég var í Kvennó, en útskrifaðist úr Múlanum. 🙂 gaman að heyra frá þér.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer