Ó-UPPLÍFGANDI AFTURENDI

Eins og lesendur kannast kanski við, þá keypti ég mér bifreið af tegundinni „Opel“ á dögunum.  Helvíti flottur bíll á góðu verði að ég held (66 þúsundkall)  Bíllinn er ósköp venjulegur en keyrður óvenjulega
lítið..

sjá mynd:

En orðið Ópel, kallar alltaf fram mynd af eldriborgara, karlkyns með hatt og geðvonskulegan svip í andlitinu.  Ég þarf sennilega að fá mér hatt og keyra aðeins upp geðvonskuna og keyra á miðri akreininni eins og afi minn gerði gjarnan (þá var svo auðvelt að skipta um akrein, hægri eða vinstri)

En á bílastæðinu í skólanum þar sem ég kenni rak ég augun í ferlegan afturenda á Opel Astra. Sjá mynd:

Ekki er laust við að það færi um mig hrollur þegar ég sá svo límmiðan í horninu á þessari  sorglegu bifreið.  „Look  at Opel now…“ stóð þarna svona „bjartsýnis-stöfum“, hönnuðum af auglýsingagengi á öndverðri síðustu öld.

Ég ætla að fara betur með minn Opel og rassinn á honum skal vera eins óryðgaður og á Miðbaugsmaddömmunni.

-Ég ætla að vera sá eini sem fær að opna skottið á þessum Þjóðverja.

Site Footer