NÝTUM NÁTTÚRUNA – HÆTTUM HVALVEIÐUM

Ég átti erindi til Húsavíkur fyrir nokkrum dögum.  Það var mjög skemmtilegt að koma þangað.  Ég bjó á Húsavík í 4 vikur árið 2003 og það er óhætt að segja að allt annar bragur er á Húsavík í dag en þá.  Þarna er allt á uppleið og þar sem áður var daufleg og daunill höfn, er nú iðandi mannlífspottur með veitingastöðum og allskonar skemmtun.

Hvalasafnið er frábært  en það er ekki laust við að mann sundli yfir þeirri stórfenglegu heimsku að hvalveiðar eru orðnar að einhverskonar tákni um sjálfstæði og þjóðrembu.

Allskonar fávitar halda því í frammi að hvalveiðar séu þjóðlegar og það sé afar göfugt að drepa hvali í nafni sjálfstæðis þjóðarinnar.  Fremstur fer þar í flokki frekasti maður Íslands og þótt víðar væri leitað.  Það er sorglegt til þess að hugsa að gamall gramur og frekur kall, geti náð að æsa uppi þjóðrembu í heimsku fólki.

En þannig virkar reyndar heimskan. Heimskulegur málflutningur á sér yfirleitt hljómgrunn meðal heimskra.  Þannig fer jú saman kjaftur og skel.

Staðreyndin er sú að Ísland græðir miklu meira á að sýna lifandi hvali en að drepa þá og selja kjötiðúr  þeim.

En það er auðvitað ekkert „þjóðlegt“að halda þessari augljósu staðreynd í frammi.  Það er svo fyndið i þessu samhengi að hvalveiði-rökin um að „við erum Íslendingar og við verðum að nýta náttúruna“ eiga miklu betur við þegar hvalur er sýndur, heldur en þegar hvalur er skutlaður.

Ef þetta á að snýast um peninga er gersamlega sturlað að drepa hvali.

Site Footer