NÚ ER ÞAÐ SOKKIÐ

Aðdáendur Davíðs Oddsonar hafa verið drjúgir í því verja „sinn mann“ með því að vísa í að efnahagsmeistarinn (eins og hann er kallaður meðal innvígðra) hafi sko ekki „beilað“ út bankana eins og flestar þjóðir þegar ljóst var að þeir voru gjaldþrota.

Þetta hefur verið hjartað og sálin Davíðsvörninni.

„Hann beilaði ekki út bankana.  Hann lét þá fara á hausinn og sparaði okkur geð-bilæðingslegar upphæðir“ segja þeir drjúgir og fá sér sopa af undanrennu…

Nú er komið í ljós að Davið reyndi hvað hann gat að beila út bankana.  Upplýsingar sem runnu undan bandaríska sendiráðinu leiða í ljós sannleikann í málinu.  „Efnahagsmeistarinn“ fór bónleið búðar til þess að reyna að fá lánaða þúsund miljónir dollara.

 

..En var hafnað.

Site Footer