NÚ ER SNORRABÚÐ STEKKUR

Ég hugleiddi á dögunum þann hóp manna sem kallaður hefur verið „Eimreiðarhópurinn„.  Í stuttu máli klíka sem náði völdum í landinu og setti það á hausinn undir gunnfána frjálshyggjunnar.

Þetta voru allt kallar sem margir hverjir urðu lykilmenn í efnahagshruninu.  Meir að segja er hrunið stundum nefnt eftir einum þessara manna.

-Orðið „Davíðshrunið“ sést stundum og er lýsandi.

Það sem ég hugleiddi var ekki skaðinn sem þessir menn ollu, heldur arftaka þeirra, þá sem munu taka upp brotinn fánann og þramma hina vondu leið.  Sem betur fer er ekkert svona hægra-apparat sjáanlegt, nema þá í algerri músarmynd og þá samansafn einhverra rugludalla.

Mér dettur einna helst í hug að Sigurður Kári Kristjánsson, gæti verið „nýja kynslóðin“ í þessum skelfilega hóp.  Einn í hóp er auðvitað þversögn, en það er við hæfi því þversagnir einkenndu Eimreiðarhópinn.  Til dæmis að réttæti sé fólgið í því að hafa sem mest ranglæti

…og svo framvegis.

Site Footer