NÖTURLEGT ÁSTAND

Ég horfið á silfrið í gær.  Það var mjög niðurþrúgandi.  Það er varla ljóstýra í þessu ástandi.  Þingið er ónýtt.  Þingmenn eru grýttir, samspillingin grassarar.  Núna í VG -hjá sjálfum Ögmundi.  9 mótmælendur verða dæmdir fyrstir af öllum út af hruninu.

-Hinir sleppa.

Sér einhver fyrir sér að Baldur Guðlaugsson innsti koppur í Sjálfstæðisbúrinu verði dæmdur fyrir innherjasvik?  (hér set ég broskall  🙂 )

Ríkisstjórnin hefur bundist samtökum um að passa upp á að fólk sem á peninga, tapi þeim ekki.  Venjulegu fólki er grýtt út úr íbúðum sínum meðan miljónerar lifa í leigulaust í húsum sem bankinn á.  Bankarnir afskrifa hjá ríka fólkinu, en ganga hart að venjulegu fólki.

Ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá er samfélagssáttmálinn rofinn.   Venjulegt fólk sér enga ástæðu til að lúta reglum samfélagsins, greiða skatta og þess háttar.

-Og með réttu.

Það sem er svo grátlegt við ástandið að það er „nýja fólkið“ reynist verst.  Fjórir nýjir þingmenn Samfylkingarinnar sveifluðust til og frá í Landsdómsmálinu og kusu með vini sinum Ingibjörgu Sólrunu og á móti þjóðarhag.  Hugleysi þeirra verður þeim öllum ófagur vitnisburður þegar fram líða stundir

Framtíðin er s.s ekki björt og enginn von um heiðarleika og æruverðugleika á þeim bænum.  Samfylkining er dauð og hefur verið það um alllangt skeið.

Ég vil á utanþingsstjórn og það strax.  Stjórn skipuð hæfileikafólki sem laust er við þvaðrið og plottið.  Stjórn sem fær óskorað vald og fær frið fyrir gjamminu í stjórnmálafuglunum.

Tilraunin um vinstri stjórnina hefur misstekist.  Henni var fórnað altari spillingarinnar og hugmyndaleysisins.

-Leiðinlegt.

Site Footer