NOSTALGÍUKAST

Eftir allan þennan snjó og allt þetta frost er ég komin í nostalgíukast. Þetta minnir mig svo á tímann þegar ég var krakki í Breiðholtinu. Ég man að það vetrarnir (veturnir?) voru snjóþungir og maður var alltaf úti að hendast eitthvað. Ég man eftir því að þegar maður var blautur og í ullarvetlingum þá rauk úr höndunum á manni þegar maður kom loksins inn.

Þetta var alltaf einhver endalaus barátta við að halda sér þurrum á höndunum. Þessu fylgdi alveg sérstök lykt.

Svo er það hljóðið sem myndast þegar maður gengur í fínum lausasnjó sem hefur frosið. Það er alveg einstakt hljóð sem kemur við hvert fótspor.

Annars eru krakkar í dag í svo mikið betri flíkum en mín kynslóð lék sér í. Heilir gallar sem blotna eiginlega aldrei í gegn. Kuldaskór sem þarf enga ullarsokka. Vetlingar sem eru allt í senn hlýjir, fyrirferðalitlir og léttir. Húfur eru rendar alltaf húfur og það skiptir engu máli hvort þær séu prjónaðar af ömmum mans eða keyptar dýrum dómum. Húfur eru beiskklí eins, svo fremi sem þær ná niður fyrir eyru.

Það var gaman að alast upp í Breiðholtinu þegar snjóaði. Allir krakkarnir fóru á sleða í manngerðum brekkum í Hólahverfinu. Sumir voru jafnvel á skíðum. Gengu bara upp og renndu sér niður. Stökkbrettasmíði var hálfgerð vísindagrein meðal Breiðhyltinga. Krakkarnir bókstaflega þeyttust í loftköstum hver um annan þveran þegar best lét.

Já. Svei mér þá. -Þetta var gaman.

7 comments On NOSTALGÍUKAST

 • Maður lifandi! Hvað tókst manni að segja maður í jafn stuttum texta. Maður gafst bara upp á að telja. 😉
  FB

 • Hvað tókst manni að segja maður oft í jafn stuttum texta.
  Átti þetta að vera.
  FB

 • Evrópusambandið er samansett af ófriðsömustu og árásargjörnustu þjóðum veraldarsögunnar. Fyrirhugaður evrópuher mun vanta fallbyssufóður í framtíðarstríðum sínum. Svona fallir drengir eiga betra skilið.

 • Þú nafnlausi sem ert hræddur við Evrópusambandið út af "af ófriðsömustu og árásargjörnustu þjóðum veraldarsögunnar".

  Hafa engin stríð verið háð annars staðar í heiminum?

  Þetta þykir mér óþarfa paranoia.

  Sjálf bý ég í Þýskalandi, í dag, mjög friðsömu landi. Ég ætti greinilega að vera mikilli hættu..

 • Fallegir drengir munu falla í stríðum evrópusambandsins. Balkanskagastríðið,Íraksstríðið, eru dæmi um nýleg stríð þar sem blóðþorsti þessara þjóða er augljós. Paranoia er geðsjúkdómur sem ætti ekki að hafa í flimtingum frekar en aðra sjúkdóma. Ég vil ekki að mín börn taki þátt í mor'um evrópusambandsins.

 • Ég var í þessum fínu hugleiðingum um hvað lífið var æðislegt þegar maður var lítill. Svo var Evróbusambandið allt í einu komið í stríð.

 • Það besta var þegar maður sat við útvarpið og beið eftir að heyra að kennsla félli niður í skólanum vegna snjóþyngsla 🙂

Comments are closed.

Site Footer