Nokkur orð um gosdrykki

Þegar Sanítas tók Pólóið af markaðnum slokknaði síðasti neisti frumkvæðis í íslenskri gosdrykkjagerð. Pólóið var nefnilega einstakur drykkur. Hann var öðruvísi en allir godrykkir sem til eru í veröldinni, alveg eins og tungumál Baska er í heimi málfræðinnar. Póló drykkurinn var í lítilli fallegri flösku, alveg eins og apelsínið frá Agli Skallagrímssyni nema hvað drykkurinn var glær og miðinn á flöskunni var blár! Í víðu samhengi var Pólóið einskonar uppreisn gegn öllum þeim gosdrykkjum sem viðrast ganga út á það eitt að líkjast hvorir öðrum.

Það eru nefnilega bara til þrjár tegundir af gosi, þrennir tvíburar til að einfalda málið. Þar eru eineggja tvíburarnir Kók og Pespsí, bræðurnir Sprite og Seven-up og svo síðast systurnar Appelsín og Fanta. Þrjar tegundir af gosi. Reyndar er þarna líka vangefni aulinn sem geymdur er tjóðraður undir tröppunum á Sódastöðum. Freska litli. Póló var skiptinemi frá Íslandi sem kom bláeygur inn í þessa tvöföldu þrenningu. fríðleikspiltur með ljóst hár greitt til hliðar

En núna er Póló dáinn, rétt eins og skemmtileg sérkennilegheit eins og flámælið þá er hann farinn og kemur aldrei aftur. Skoðum nú aðeins sjaldgæfa gosdrykki annarstaðar er á íslandi.

Í kalda stríðinu þurfi austurblokkin að svara kröfum nútímans og framleiða gos eins og þeir fyrir vestan. Þeir ákváðu að fara aðeins aðra leið en kapítalistarnir og í þá daga var verulegt úrval af allskyns gos varíöntum. „Spree-cola“ var vinsæll drykkur ungu kynslóðarinnar í Austur-Þýskalandi, nefndur í höfuðið á gríðarlega mengaðri á sem rennur í gegnum Berlín. Annar drykkur og alræmdari var hið pólska „Kwas“ sem leit út fyrir að vera kóla drykkur en var í rauninni kolsýrð hóstasaft. En því miður fást þessir drykkir ekki lengur og eru þeir orðnir eftirsóttir meðal safnara.

Þegar Sól hf setti á markaðirnn „Súkkó“ þá held ég að falskasti tónn í gosdrykkjasögu heimsins alls hafi verið sleginn. Gosdrykkur með súkkulaðibragði. Dollan var meir að segja ógeðfelld, brúnn miði á plastdós. „Súkkóið“ var jafnvont og „Pólóið“ var gott. En þrátt fyrir það þá er eftirsjá í „Súkkóinu“ Það hefði mátt gefa það börnum á þorranum.

5 comments On Nokkur orð um gosdrykki

 • Póló er bara besti gosdrykkur sem hefur verið framleiddur, ekki spurning. Afhverju var framleiðslunni hætt?

 • Framleiðslu var hætt vegna þess að Pólóið var svo gott.

 • Ekki alveg sammála að Póló hafi verið öðruvísi en allir aðrir gosdrykkir í veröldinni. Ég smakkaði mjög svipaðan gosdrykk í Bolivíu fyrir tæpum 20 árum, man þó ekki hvað hann hét og veit ekki hvort hann sé ennþá framleiddur, en mér þótti mikið til um koma, þar sem bragðið er sérstakt og ólíklegt að annar framleiðandinn hafi stolið hugmyndinni frá hinum.
  Og þó austantjalds drykkirnir séu horfnir, þá virðist enn vera nóg af öðruvísi gosdrykkjum til í heiminum sbr. gosdrykkjasíðu Dr. Gunna http://www.this.is/drgunni/gos.html

 • sæll, ég er að leita að mynd af póló flösku og/eða miðanum á flöskunni vegna hönnunarsögu.
  búinn að gramsa í google, hefurðu link eða mynd?
  dóri
  dori@khio.no
  http://www.nordicdogs.com

 • Nei því miður. Tékkaðu á Ölgerðinni. Auglýsingastofan þeirra (fyrir 20 árum) gæti átt þetta.

  Ég á hinsvegar orginal og óopnaða Spur. Þú mátt fá myndir af henni.

Comments are closed.

Site Footer