NOKIA NAVIGATOR

Ég keypti mér á dögunum ferlega tæknilegan síma. Þetta er sími með GPS möguleika. Ég get s.s notað hann eins og landakort og það sem meira er, landakort sem segir mér að beygja eða frá áhugaverðum stöðum í nágrenninu. Þar fyrir utan er þetta myndavél og vídeótökuvél, skipuleggjari, internettölva og ég veit ekki hvað. Mér sýnist þetta vera þokkalega einföld græja og þegar ég sting símanum í samband við tölvuna þá birtist hann sem E: drif. Ég get þaðan fært myndir frá símanum eða fært myndir inn á símann. Sama gidir um tónlist (en þessi sími er líka MP3 spilar). Mér líst nokkuð vel á gripinn. Eins og oft með svona hardware þá fylgir með forrit sem á að gera allt fyrir mig en þetta forrit er bara rusl. Það gerir alltaf eitthvað annað en ég vil. Betra að hafa þetta eins einfalt og hægt er. Það er alveg ótrúlegt hvað GPS tækið virkar vel. Skekkjumörkin eru u.þ.b 2 metrar. Síminn sér hvoru megin á götunni ég er!. Ótrúlegur andskoti.

Hérna eru nokkar myndir sem ég tók á símann.


Þetta er broddgöltur sem ég sá. Broddgeltir hafa sérkennilegustu varnartaktík sem ég hef séð í spendýri. Þegar hætta steðjar að þá er eins og þeir óski hættuna í burtu. Þeir hægja einhvernvegin á sér og eru greinilega í miklu uppnámi. Svolítið alkahólískt. Svipað og þegar alkinn er byrjaður að drekka í laumi og öll fjölskyldan þykist ekki taka eftir neinu.


Hérna er mynd af Leó syni mínum. Hann er ósköp góður og maður tekur varla eftir honum. Þarna erum við á róló. Hann fékk sér smá sand að borða og mér sýndist honum líka sandurinn all-vel.

Site Footer