[rev_slider Neytendur]

 

SÉRSTAKT SÉRTILBOÐ

Á dögunum skrifaði ég hugleiðingu um sérkennilegan verðmun á mínútugrilli í búðum sem heyra undir Elgiganten raftækjasamtæðuna.   Þar var langdýrasta grillið að finna á Íslandi sem er svolítið sérstakt. Þess má m.a geta að í upphafi þá stærði Elkó sig af því að geta í krafti magninnkaupa, boðið upp á mun lægra verð á raftækjum en aðrir.  Ætla má að Elkó á Íslandi hafi aðgang að sömu vörum og aðrar verslanir í Elgiganten keðjunni. Eða hvað? Ég er á póstlista Elkó og fæ stundum tilboð sem maður gæti ætlað að væru sérstaklega góð því þau eru jú bara fyrir okkur sem erum í netklúbbi Elkó. Hér fyrir neðan er hið glæsilega tilboð.   Tæpur 70 þúsund kall fyrir glæsilegan tölvuskjá og 30 þúsund kall í afslátt. Geri aðrir betur. -Eða hvað? Jú.  Skjárinn var sannarlega skráður á 99.995.- á heimasíðu Elkó. Ég ákvað að prufa að setja inn vörunúmerið inn i leitarvélarnar hjá hinum norrænu Elkó búðunum.   Hérna er Noregur:   Þar var verðið 42.136.- krónum lægra en á Íslandi  og 12.137.- krónum ódýrara en sértilboðið sem mér var sent í tölvupósti.   Hérna er Svíþjóð:   Þar var verðið 47.971.- krónum lægra en á Íslandi  og 17.972.- krónum ódýrara en

1 comment

SÝSLUMAÐURINN TEKUR EKKI VIÐ KREDITKORTUM

Ég man tímana tvenna.  Ég man ryðguð hús í Skuggahverfinu, lamin af grenjandi rigningu.  Ég man rottugang á sama svæði og óttann við illkvendið Marzibil sem átti heima á hæðinni fyrir ofan okkur á Lindargötunni.  Ég man Breiðholtið byggjast upp og ævintýraheiminn sem var einhvernvegin lagður eins og rauður dregill fyrir framan okkur krakkana.  Ég man tár og hlátur.  Naglaspýtur, steypuklessur og þegar kókómjólkin var í þríhyrndum umbúðum. Lykt af nýþornaðri steypu í bland við blautt sag og tónarnir úr gömlu Grundig útvarpstæki. Leif Garrett.  Það fór ekki vel fyrir honum. Sumt var gott við þennan tíma en annað var alveg ferlegt. það sem var ferlegt var eiginlega bara kerfið og stemninginn.  Það var allt bannað.  Það var bannað að skemmta sér. Bjór var bannaður. Matur var bannaður.  Það fékkst ekkert í búðunum.  Unglingar máttu ekki hittast.  Það var bannað að hanga í sjoppum.  Það var einhverra hluta vegna talið mjög skemmandi.   Fyrirbærið „lúgusjoppan“ var bein afleiðing þessarar ömurlegu áráttu. Egill Helgason hefur stundum gert þessu skil í glettnum tón en þetta er auðvitað ekkert fyndið. -Þetta er bilað og brenglað. Það var allt erfitt.  Það var allt gert erfitt.  Það er svolítið skrýtið að hugsa til þess en þetta

0 comments

TRÓPÍ OG MINUTE MAID ER SAMI DRYKKURINN

Ég er áhugamanneskja um ávaxtasafa.  Mér þykja þeir bragðgóðir og mér er sagt að þeir séu hollir ef neysla þeirra sé innan skynsemismarka.  Ég á mér engann uppáhaldssafa – þannig séð – en fátt jafnast á við nýpressaðan appelsínusafa. Slíkir fást t.d í Hagkaup út á Seltjarnarnesi og sennilega víðar. Ég held að margar fjölskyldur kaupi reglulega inn svona safa.  Ég skrifaði einu sinni blogg um appelsínusafa og mér til undrunar kom í ljós að heimur appelsínusafans er afar áhugaverður. Þegar Costco opnaði var hægt að kaupa allskonar djúsa á góðu verði.  Ég bragðaði nokkra þeirra og þeir voru allir ágætir. Sumir voru reyndar betri en aðrir. Þar sem ég kann að lesa innihaldslýsingar á matvörum sá ég að sumt er bara djús eins og maður blandar sjálfur.  Ávaxtaþykkni sem er búið að blanda.  Það er ekkert sérstaklega sniðug innkaup. Þá er bara betra að kaupa þykkni. -Sparar peninga og pláss. Bryndís mín er frekar vanaföst. Fær sér alltaf hafragraut á morgnanna og eitt glas af appelsínudjúsi. Alltaf Trópí þangað til við prófuðum eitthvað djús í Costco.  Um daginn vantaði djús og ég fór út í Iceland og þar blasti við mér heill veggur af djúsum. Ég sveif á Trópi-hilluna

5 comments

LAMBALÆRI Í SAMHENGI

Um helgina var lambalæri í matinn.  Við keyptum stórt stykki enda margir í mat.  Þetta var a.m.k  2,5 kg drellir frá einhverju frábæru býli.  Ég hef einhvernvegin forritað mig þannig að svona matur hljóti að vera mjög dýr enda er eiginlega alltaf verið að tala um verð á lambakjöti.  Þetta sem við keyptum var á sértilboði og kostaði eftir því sem næst verður komist 4300 krónur.  Ég er því miður ekki með kvittunina en þetta var keypt í Krónunni um helgina. Nóg um það. Lærið kláraðist eiginlega alveg.  Fimm ungir menn gengu mettir frá borðinu og fyrir elskandi foreldra er varla til neitt fegurra en saddur krakki með hollan og góðan mat ofan í maganum.  4300 kr er svo sem ekkert mikið.  Ódýrara en pitsur á línuna og mikið hollara. Seinna um kvöldið átti ég erindi í 10/11 til að grípa kóla fyrir veikan fjölskyldumeðlim og keypti líter ef kók og poka af Nóa kropp og e-r súkkulaði plötur sem ég og strákarnir ætluðum að maula í bílnum á leiðinni til Hafnarfjarðar. 1966 krónur   Stór útgáfa hér. Við þetta er nokkuð að athuga.  1966 er t.d ártal sem ég tengi alltaf við Víetnamstríðið og blómabyltinguna.  Það er eitthvað gott/vont

0 comments

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer