NEI-RÖKIN Í SAMHENGI

Mér þykja langflest rök Nei-sinna vera veik.  Sumt er hreinlega byggt á einhverjum ranghugmyndum um stöðu einstaklingsins í samfélaginu.  Þessi rök ganga út á að „ég vann bara mina vinnu og tók aldrei þátt í brjálæðinu“ og ÉG ætla þ.a.l ekki að borga.

Ég veit ekki hvað maður að að segja við svona rökum. Allir verða að sætta sig við og samþykkja með einu eða öðru móti aðgerðir stjórnvalda.  Þær eru jú framkvæmdar í okkar nafni hvort sem okkur líkar betur eða verr.

51% þjóðarinnar getur kúgað 49%-in ef því er að skipta.  Mannréttindi ganga að stórum hluta út á að venda minnihluta gagnvart meirihluta.

Svo eru lagamoðs-rök sem haldið er í frammi.  Mér leiðast þau og sem íbúi á meginlandi Evrópu þá fullyrði ég að svona lagað er séríslenskt og þekkist varla meðal siðaðra.

Þegar sagt er í EES samningum að íslensk stjórnvöld skuli koma á fót tryggingasjóði sem gæti staðið undir innistæðutryggingum fari banki á hausinn, og það er trassað með vísum í að ekki sé tekið fram hvað þessi tryggingasjóður eigi að vera digur, fallast manni bara hendur.

Þetta eru hártoganir og sá sem viðhefur svona málfutning fyrir rétti í Stokkhólmi, er barasta álitin furðufugl.

Ég hef hinsvegar samúð með einni tegund raka sem nei-arar nota. það eru „kerfið er rotið“-rökin.  Fjármálakerfið er stórkostlega gallað, það skal bara viðurkennt. en ég verð að bæta við og þetta er alveg ógeðslega mikilvægt.

ICESAVE ER EKKI VETTVANGURINN TIL AÐ SIÐBÆTA FJÁRMÁLAHEIMINN Í HEILD SINNI.

Það koma aðrir tímar til þess.  Þetta mál ef of stórt og of mikið í húfi.

Site Footer