NAUÐGUN STORMSKERS

Sverrir stormsker birti á dögunum blogg sem vakti mikla athygli.  Þar fór hann eins og venjulega með himinskautum í skemmtilegum stílbrögðum og orðaleikjum.  Sverrir hefur þann sið að blanda saman orðaleikjum við svart/hvíta heimsmynd og dónaskap þannig að lesandinn er skilinn eftir með þá hugmynd að allt sé á heljarþröm og að „óvinurinn“ sé við borgarhliðin og í rauninni byrjaðir að ryðjast inn.

Sverrir er oft og síðum sniðugur penni  en minna fer fyrir inntaki skrifa hans.  Þau einkennast öðru fremur af hálfri hugsun og hálfu viti.

Í blogginu sem minnst er á hér að ofan fjallar Sverrir Stormsker um nauðganir í Svíþjóð og tengir þær við þá sem aðhyllast islam-trú.  Máli sínu til stuðnings framreiðir hann herskara fullyrðinga en rökstyður ekki eina einustu.

Þetta stílbragð (ef svo má kalla) er líka einkenni á skrifum Sverris Stormskers.  Hann fullyrðir eitt og annað og vitnar í þennan og hinn en rökstyður ekki neitt.  Lesendum læt ég eftir að dæma svona málflutning.

Hvar kemur fram að Svíþjóð hafi verið í 2. sæti í listanum um nauðgunarbæli?  Hvar kemur fram að Svíþjóð er núna í 1. sæti yfir mestu nauðgunarbælin?  Að framhaldinu að dæma kom einnig fram í téðri skýrslu um nauðgunarbæli að það eru innflytjendur og múslimar sem eru ábyrgir fyrir meirihluta þessara nauðgana?  Það væri sannarlega gaman að sjá gögnin sem leiða þessa hrollvekjandi staðreyndir í ljós.

Í framhaldi af þessum sveru fullyrðingum koma svo sleggjudómar um að Svíar séu óttaslegnir um að vera kallaðir rasistar og hafi þess vegna opna innflytjendastefnu.

Svo kemur eitt alveg frábært.  Sverrir segir að sænskir fjölmiðlar séu „in on it“ hluti af vandanum!

Sænskir fjölmiðlar eru að sjálfsögðu meðvirkir í vitleysunni og passa sig á því að birta nær eingöngu fréttir af hvítum nauðgurum og minnast ekki orði á hinn stóra meirihluta, múslimana. Þeir gætu móðgast. Fjölmiðlarnir, sem eiga að sjá um upplýsingu, sjá um að halda Svíum í svartnætti fáfræðinnar um ástandið heima fyrir

Þetta er bara bull.

Sænskir fjölmiðlar eru allskonar og sumir eru rasískir og sumir eru frjálslyndir og þótt að ýmislegt sé örugglega að í Svíþjóð þá eru fjölmiðlar ágætir.  Fjölmiðillinn sem íslenskir blaðamenn nota aðallega sem heimild frá Svíþjóð er reyndar mjög lélegur en hann er í rauninni ekki fjölmiðill í hefðbundinni skilgreiningu heldur safnhaugur.  Að mér vitandi eru aðeins tveir fjölmiðlar á Íslandi með blaðamenn innan sinna vébanda sem kunna norðurlandamálin svo einhverju nemi. Hinir notast við vefmiðilinn „The Local“ sem er hálfgert drasl og það skilar sér í drasl umfjöllun um Svíþjóð

En nóg um það og aftur að Sverri Stormsker og nauðgunartölfræðinni.

Fréttir um Svíþjóð sem nauðgunarbæli eru ekki nýjar af nálinni.  Þær koma upp öðru hvoru og eiga alveg örugglega rót í skrifum hægri öfgamanna sem nóg er af í Svíþjóð.  Árið 2011 svaraði ég áþekkum skrifum og komst að þeirri óvæntu niðurstöðu að nauðgunartíðni á Íslandi væri HÆRRI en í Svíþjóð.  Tölurnar voru reyndar frá 2003.

Tekið héðan:  http://europeansourcebook.org/esb3_Full.pdf
Tekið héðan

Ég held að nauðgunartíðni sé svipuð innan menningarsvæða.  Ég held að nauðgunartíðni sé svipuð á Íslandi og í Svíþjóð.  Sama gildi um hin Norðurlöndin. Þetta er reyndar svolítið erfitt að mæla því það er mismunandi „kúltúr“ fyrir að kæra nauðgun og nauðgun er ekki alltaf eins skilgreind milli landa.  Ágætis dæmi um þennan vanda að bera saman glæpi milli landa og menningarsvæða er þessi frétt frá BBC. Þar kemur fram að hættulegustu lönd í heimi hvað varða mannrán eru Ástralía og Kanada.  Kólumbía og Mexíko koma langt á eftir.  Útskýringin er ugglaust sú að oftar er kært í Ástralíu og Kanada og mögulega eru aðeins alvarlegustu mannránsmálin kærð í Kólumbíu og Mexíkó.

Allt er opið í þessu og leitin að rétta svarinu er mjög spennandi.

Ég hvet alla sem eitthvað vita um nauðgunartíðni og samanburð milli landa að láta heyra í sér. Það er komin ný Daphne könnun sem getur varpað ljósi á svarið við spurningunni.  Þessi umræða er mikilvæg og ekki síst fyrir þá sem nenna ekki að hlusta á lygaöskur innan úr heimskasta afkima samfélagsumræðunnar.  Upplýsingar á Wikipediu eru mjög miklar og eftir því sem ég sé best byggja hægri öskuraparnir málflutning sinn þaðan en sleppa mikilvægum punkti (vegna þess að hann þjónar ekki þeirra tilgangi).  Þessum hérna:

However, widely differing legal systems, offence definitions, terminological variations, recording practices and statistical conventions makes any cross-national comparison on rape statistics difficult,[225][226][227][228] which is why the UNODC itself caution against using their figures.[224] It should also be noted that many countries do not report any rape statistics at all to the UNODC,[229] and some report very low numbers, despite studies that indicate otherwise.[230][231]

Sem sagt.  Það er erfitt og jafnvel villandi að bera saman tölfræði um nauðganir milli landa.  Ég er reyndar svo illa gerður að ég held að það sé alveg þess virði að skoða þessi máli í þaula.  Jafnvel að taka inn í breytuna trúarlíf nauðgaranna.  Upplýsingar eru góðar. Ekki síst fyrir fávita.

-p.s

Til að fyrirbyggja einhverjar sendingar þá nenni ég ekki að sjá eða heyra einhverja lista um mestu nauðgunarbælin frá vefsíðum á borð við stormfront.org eða hatrið í Pat Condell.  Það er tímaeyðsla og engum til gagns.

Site Footer