NÁKVÆMLEGA SAMA UM ÍSLAND

Það er ekki að undra að Sjálfstæðisflokkur berjist nú eins og afkróaður hreysiköttur gegn Icesave. Það er nefnilega allt í húfi. Allt er undir.

Nei ég á ekki við Ísland, blómlega atvinnulífið, gamla fólkið og börnin sem Sjálfstæðismenn hrína um í öllum 893 ræðunum sem þeir hafa haldið fram með ekkasogum og fullir af vandlætingu þess bugaða.

Ég á við Sjálfstæðisflokkinn sjálfan.

það er allt í húfi. Flokkurinn sem stóð að baki Icesave sér nú sína einustu framtíð með að berjast gegn lausn á vandanum sem þeir sjálfir skópu. Öllu mun verða tjaldað til get ég sagt ykkur. Mér skilst að Birgir Ármansson mæti nú á Alþingi Íslendinga með svefnpoka og prímus til að vera við öllu búinn.

Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst af því að illa til takist við uppbygginguna eftir hrunið sem þeir sjálfur settu af stað. Og það eru sko engir smáræðis hagsmunir. Heilt hugmyndakerfi er á línunni, æra allra þingmanna flokksins, í fortíð og framtíð.

Hugleiðum aðeins hvar Sjálfstæðisflokkurinn væri ef ekkert væri Icesave-ið… Hvað væri kórinn að kyrja núna? Sömu möntru og setti hrunið af stað? -Einkavæðingu?

Ef að uppbyggingin tekst vel upp er Sjálfstæðisflokkurinn dauður og þeim er nákvæmlega sama um blómlega atvinnulífið, gamla fólkið og börnin. Dauði flokksins blasir við ef uppbygging Íslands heppnast.

Það er ekki ótækt að segja að flokkurinn sé í fjörbrotunum. Spennist upp og hvæsir, vindur sig og fnæsir með hvissandi óhljóðum og skrækjum. -Engist um eins og minnkur í poka. Nýleg orð fyrrverandi ráðherra í vanhæfu ríkisstjórninni staðfesta þetta. Hann segir beint út að rústabjörgun ríkisstjórnarinnar sé verra en hrunið! Fyrringin er algjör.

Línan frá Valhöll er skýr. -Til valda aftur hvað sem það kostar. Vegna þess að þeim er nákvæmlega sama um Ísland. Þeim er nákvæmlega sama um uppbygginguna.

Þeir vilja bara komast í stöðu þar sem þeir geta stýrt eftirmálum Hrunsins.

10 comments On NÁKVÆMLEGA SAMA UM ÍSLAND

 • þetta gerðist líka í suður ameríku – iðnrekendur eyðilögðu fyrirtæki sín, mikilvægir varahlutir hurfu og markvisst var unnið að því að eyðileggja hagkerfið til dæmis í chile… flokkurinn fyrst – síðan ég – síðan frændi minn – síðan hundurinn og kannski þjóðin á eftir bílnum

 • Hættu nú þessum endalausa hamagangi gegn Sjálfstæðisflokknum. Algerlega tilgangslaust.

  It's their Country, We only live in it !!

  Þannig er það bara, því miður 🙁

  Ef þú trúir mér ekki, talaðu við mig eftir 10 ár.

  Kv.
  EK

 • Sæll,
  Þessi dómadagslýsing; má aldrei verða að margyfirlýstur helsti ábyrgðarflokkur hrunsins, nái völdum næstu 80 árin a.m.k. eða jafnlengi upp á dag og "stendur til" að leyna upplýsingum úr hvítskýrslunni.

 • Hef lengi haft Sjálfstæðisflokkinn grunaðann um skipulagða glæpastarfsemi.

 • Setja lög sem banna starfsemi þessa flokks. Tökum bara sem dæmi um árlega páskaeggjaleit flokksins, þessu mætti líkja við Hitlers æskuna. Verið að þjálfa framtíðar hermenn flokksins.
  Sorglegt.

 • Það hefur lengi legið ljóst fyrir, að það versta sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn geta hugsað sér, er að vel takist hjá núverandi ríkisstjórn. Það er líka greinilegt, að þeir eru farnir að sjá fram á að það bendir meira og meira í þá áttina, enda virðist panik vera farin að breiða um sig í röðum hrunflokkanna. Hreinlega sorglegt (þjóðarinnar vegna) að sjá hvað þessir menn (og sumar konur) leggjast lágt, til að koma í veg fyrir að "þjóðarskútan" komist á réttan kjöl. Bara vegna "hagsmuna" eigin flokks og þarmeð sjálfs sín og þeirra sem njóta góðs af mismunun í þjóðfélaginu.
  kv. Snæbj. Bj. Birnir

 • Ég var bannaður á athugasemdarkerfi eyjunnar fyrir að segja að Sjálfstæðisflokkurinn væri ekkert annað en hagsmunasamtök fyrir glæpamenn. Ég segi það aftur, Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert annað en hagsmunasamtök fyrir glæpamenn!

  Kveðja
  Valsól

 • Hér rita landráðamenn Samfylkingarinnar sem hika ekki eitt andartak að leggja lýðveldið Ísland í rúst fyrir evrópusambandið með því að samþykkja Icesave nauðungarsamninginn. 100 milljónir í VEXTI Á DAG!!!!! úrþvætti og aumingjar

 • Teitur 100 milljónir í vexti á dag!

  húrra fyrir Samfylkingunni

 • Já Nafnlaus. 100 miljónir á dagi í vexti af skuldasukki Sjálfstæðis og Framsóknarmanna. Eru núna að borga fyrir ruglið í síðlausa glæphyskinu þar. Sem reynir svo að segja að það sé öðrum að kenna, fyrir að vilja ekki vera þjófar og svikarar eins og þeir. Fyrirlitlegt pakk.

  ekkinn

Comments are closed.

Site Footer