Áfram með 27 miljónir á mánuði?

Nú þegar ákveðið hefur verið að ríkisvæða Glitni vakna upp margar spurnigar og sumar hverjar óþægilegar.

  • Hversvegna er ríkið að koma inn í þennan fallít rekstur sem komin er í þrot vegna spákaupmennsku og lélegrar stjórnunar? Hvað er svona slæmt við að Glitnir verður gerður upp? Eignir seldar og hluthafar tapi fé?
  • Verða topparnir í Ríkis-glitni á sömu kjörum og í Einka-glitni?
  • Verður Lárus Welding með 27 miljónir og 570 þúsund í mánaðalaun eins og nú er
  • Mikið var gólað um nauðsyn á bankafrelsi og inngrip ríkisins þóttu hið versta mál. Nú hefur ásinn snúist um 180 gráður og ríkið á að koma til bjargar. hver er eiginlega munrinn á þvi að Glitnir fari á hausinn (og hluthafar tapi fé) og því að einhver stálsmiðja fari á hausinn? Hvað æti frjálshyggjufurstarnir segji um þetta inngrip? Er þetta bara ekki í himnalagi?
  • Hversvegna eiga skattgreiðendur að borga fyrir tap Glitnis? Þetta er bara fyrirtæki eins og hvert annað fyrirtæki. Þrotabúið myndi eiga sem fyrr eignir sem auðvelt ætti að vera að selja.
  • Hversvegna verður Welding bankastjóri? Hversvegna í andskotanum? Hann hlýtur að vera ábyrgur fyrir hvernig komið er fyrir Glitni og laun hans hafa endurspeglað þessa ábyrgð! Þegar allt er svo komið til andskotans þá er hann ennþá í sömu stöðu! Þetta er hneysa!
  • Íslendingar hafa horft uppá í 10 ár gríðarlegt bil myndast milli þeirra ríki og þeirra sem lægri tekjur hafa. Nú á ríkið að hjálpa til þess að viðhalda þessum mun. Þeir ríku eru gulltryggðir gegn tapi. Þeir tóku sjensa sem malaði gull fyrir þá en loksins þegar þeir töpuðu öllu, þá eiga skattgreiðendur að koma miljarðafólkinu til bjargar? Hvað er eiginlega að þessari mynd?

Hérna er listi yfir stærstu hluthafa Glitnis. Ég held að flestum skattgreiðendum væri engin óleikur fólgin í því að þessi fyrirtæki töpuðu fé sem þau gömbluðu með í góðærinu. Mér sýnist þetta vera í stærstum hluta í eigu Jóns Ásgeirs. Nú á s.s að bjarga honum frá því að tapa peningum. Þetta er þvílikt rugl að undrum sætir.

1 FL GLB Holding B.V. 13,344
2 FL Group Holding Netherlands B. 11,132
3 FL Group hf 5,793
4 Þáttur International ehf 5,589
5 GLB Hedge 5,014
6 Saxbygg Invest ehf 5,000
7 Glitnir bank hf 4,520
8 Landsbanki Luxembourg S.A. 2,374
9 Salt Investments ehf 2,321
10 Lífeyrissjóðir Bankastræti 7 2,180
11 Sund ehf 2,044
12 Rákungur ehf 2,000
13 IceProperties ehf 1,750
14 Kristinn ehf 1,705
15 LI-Hedge 1,318
16 Gildi-lífeyrissjóður 1,303
17 Icebank hf 0,957
18 Langflug ehf 0,914
19 Bygg invest ehf 0,880
20 Stím ehf

1 comments On Áfram með 27 miljónir á mánuði?

  • Þetta er misskilningur. Lárus er með 2,5 millj á mánuði, hann var ráðinn með 5 á mán en ákvað strax að lækka launin um helming. Talan 27 millj byggist á tekjum síðasta árs en þá fékk hann einskiptis greiðslu upp á 300 millj. fyrir að færa sig frá Landsb yfir til Glitnis en það voru bætur fyrir kaupréttarhluninndi hjá Landsb sem hann varð að afsala sér.

Comments are closed.

Site Footer