MUNURINN Á HÆGRI OG VINSTRI. -VERÐMÆTASKÖPUNIN-

Það getur verið skrambi hollt fyrir fólk að eiga hægri-bolta sem vini á fésinu.  Þau veita manni nefnilega fágæta innsýn inn í hugsanaheim hægrisins, gildin sem þau aðhyllast og svo getur maður áttað sig á brautunum sem hugmyndir hægrisins renna eftir.Í gær vísaði ég á stórgóða grein Stefáns Benediktssonar þar sem hann bendir á að í erlendum fjölmiðlum vantar alveg risalánin og ofboðslegu verksmiðjurnar þegar rætt er um atvinnu uppbyggingu, eins og á Íslandi.  Áherslan er á orkuSPARNAÐ og það sem kalla má „grænar lausnir“.  Fullt af hugmyndum og heill suðupottur frábærra lausna.

Kemur ekki inn uppáhalds hægri maðurinn minn og kommentar þessari snilld.

 

„Alltaf gaman þegar að opinberir stafsmenn telja að verðmætin sem greiða eiga fyrir velferðina vaxi á trjánum í Hljómskólagarðinum. Auðvitað er ferðaþjónusta mikilvæg en hún getur aldrei greitt fyrir velferðarkerfi þar sem 40% vinnubærra manna starfa hjá hinu opinbera (ríki og sveitarfélögum). Auðvitað eigum við að reyna að skapa atvinnu og verðmæti í félögum eins og CCP,66noður, Nikita, Orf, Decode, Caoz, Meniga, Clara osfrv osfrv, en það tekst ekki þá þurfum við að virkja okkar auðlindir til að skapa verðmæti sem skapar atvinnu sem skapar skatttekjur sem skapar velferð“

 

þetta er alveg makalaust vitlaus hugsun.  Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að opinberir starfsmenn séu á framfæri þeirra sem ekki eru opinberir starfmenn.  Í öðru lagi er gert ráð fyrir að opinberir starfmenn skapi enginn verðmæti og í þriðja lagi kemur fram afar sterk þessi hugsun sem Andri Snær varpar fram í bókinni sinni um Draumalandið, að VIÐ VERÐUM AРGERA EITTHVAÐ, ANNARS HRYNUR ALLT…  Andri Snær færir nefnilega fyrir því sannfærandi rök að það þarf ekkert að gera neitt til þess að kakan stækki eða hagvöxtur aukist.  Það bara gerist af sjálfum sér.Svo er alveg rosalega freistandi að skoða það í kjölinn að þjóðir sem eigaengar auðlindir, eru oft og tíðum farsælar með afbrigðum. (Holland,  Danmörk sem dæmi)  Þar sannast hið fornkveðna að hugvitið er hin sanna auðlind.En mig langar að tala aðeins um arðsemi.  Arðsemi í sinni víðustu mynd.  Í huga hægri mannsins eru verðmæti ekki sköpuð hjá opinberum starfmönnum.  Gott og vel, þetta er punktur, þótt að hann sé bæði særandi og heimskulegur.  Gerum samt ráð fyrir því að hann sé sannur

Tökum okkur stöðu með Maddömmunni á Útrauðsmýri

Er ekki þá hægt að segja að hinir skelfilegu auðnuleysingjar sem opinberir starfsmenn eru, skapi grundvöll fyrir frábæra fólkið (arðsemisskaprarnir)að draga vagninn?  Hvernig væri samfélagið ef það væru engir starfsmenn á elliheimilum?  Þyrfi þá frábæra fólkið ekki að annast ástvini sína og taka sér frí frá því að skapa verðmæti?  Ég gæti haldið endalaust áfram að stappa þessu ofan í hægrisinnaðan hausinn á uppáhalds hægri manninum mínum án sjáanlegs árangurs.

Vinstrið lítur öðruvísi á þetta.  Störf á elliheimilum eru jafn mikilvæg og starfið sem fellst í því að „skapa verðmæti“ (moka einhverju ofan í kassa, sem svo er selt til útlanda).  Því bæði störfin væru ekki til án hvors annars.  Störfin eru tannhjól í gangverki samfélagsins og ef að eitt tannhjól vantar, hætta hin að snúast.Einn félagi minn, sem er stærðfræðimenntaður, vann barasta við það að reikna út arðsemi bygginga.  Hann fékk teikningar af brúm og tölur um umferðarþunga, slysatíðni og kostnað við snjómokstur og mögulegar náttúruhamfarir og svo mögulegan bensínsparnað hverrar bifreiðar við þessa tvöföldun, og reiknaði út arðsemina af brúnni. Ég spurði hann einu sinni hvað væri mest arðsamasta bygging sem hann hefði reiknað út.

Svarið kom eins og skot.

„Leikskólar eru arðsömustu stofnanir samfélagsins.“  Ég hváði. „Jú sjáðu til, við hvert leikskólapláss, losnar um annað foreldri og það getur farið á vinnumarkaðinn.  „Hagnaður ríkisins á hverju ári eru hvorki meira né minna en skattarnir þessarar manneskju.  Hann bætti svo við:  Leikskólar eru langsamlega arðsömustu stofnanir samfélagsins fyrir ríkið.

Í þessu ljósi er óskiljanlegt hversvegna starfsfólk á leikskólum sé svo illa borgað eins og raun ber vitni.  Starfsmenn á arðsömustu stofnunum samfélagsins.

En hér kemur punkturinn sem er svo mikilvægur og snýr að muninum á hægri og vinstri.

Hægrið vill að einkaaðilar reki leikskólana.  líkt og í Englandi þar sem leikskólagjaldið er um 100.000 á MÁNUÐI.  Þannig heldur hægrið að ríkið sleppi við að borga í þessa „peningahít“,eins sumir FLokksmenn kalla  leikskólakerfið.  Hægrið vill smámsaman velta kostnaðinum af öllu kerfinu, yfir á fyritækin og samhliða að einkavæða kerfið (við vitum nú hvað það þýðir)

Við þurfum að verja kerfið okkar með kjafti og klóm.  það sem við þurfum að gera, er að hækka skatta um 1% á ríkasta 1% þjóðarinnar og eyrnamerkja þessa peninga fyrir leikskólastarfmenn.

 

-Það væri fín kratastefna.

 

 

Site Footer