Móðursýki

Orðræðan á blogginu um eftirköst hrunsins einkennist af móðursýki. Mér skilst að búið sé að stofna grúppu á Facebook þar sem þess er krafist að útrásarvíkingarnir verði slitnir í sundur af 8 trylltum hestum, settir svo í pott, fullan af glóandi málmi og hann síðan steyptur í klóakrör.

Ég held að þetta sé vegna þess að upplýsingar sem koma fram á yfirborðið eru þess eðlis að reiði almennings er skiljanleg. Auðmannastétt Íslands hefur hagað sér með þeim hætti að undrum sætir. Auðstéttin fór bara í spilavítið með efnahagskerfið okkar. Svo má ekki gleyma að almenningur er orðin býsna vel að sér í atburðarásinni sem átti sér stað fyrir Hrunið. Bæði varðandi stjórnvaldsaðgerðir og aðgerðir bankanna. Fólk er byrjað að sjá hvað gerðist í raun og veru.

Nú sést t.d að margir náðu að stökkva af lestinni og koma út í hagnaði, hagnaði sem umsvifalaust var breytt í ríkisskuldabréf. Það þýðir að við Íslendingar tryggjum viðkomandi upphæð plús vextir (sem eru ekkert lágir). Þetta er að sjálfsögðu óþolandi. Við eigum nefnilega peningakerfið, það er ekki einhvað ósnertanlegt eða einhver fasti sem er óbreytanlegur.

Ég er bíð í barnaskap mínum eftir því að auðmennirnir komi bara og skili fénu. Það er að sjálfsögðu besta lausnin. Hugsanlega ætti að nota þessa leið til að fría auðstéttina frá lögsókn eins og gert var í Þýskalandi þegar komst upp um umsvifamikið skattsvikakerfi sem tegði anga sína til Lichtenstein. Skilaboð Merkel voru afar skýr. Skilið fénu með vöxtum og þið sleppið við ákæru.

Þetta þurfum við að gera.

5 comments On Móðursýki

 • Skilur þú eitt, sem ég skil ekki, Teitur; Hvernig stendur á þeirri ógnarþolinmæði og umburðarlyndi, sem íslenska "þjóðin" virðist haldin af – kannski er það bara hug- og dugleysi – að vera ekki þegar búin að grípa til vopna og fækka þessu déskotans liði. Þá er ég ekki bara að tala um "útrásarliðið", heldur líka þá sem ruddu þeim brautir á þingi, þ.e. framsóknarviðbjóðinn?

 • Það verður löng bið Teitur. Engu verður skilað, því þeir sem stálu eru sannfærður um að eiga þýfið, eiga það skilið, að þeir voru búnir að vinna þjóð sinni svo vel. Það þarf að brjóta á bak aftur flokks- og gömluvinaklíkuna. Hvernig væri að innleiða aftur þéringar, eins og Þýskarinn hefur; Ich wäre sehr dankbar für ein Gespräch mit Ihnen, Herr Doktor.
  Hætta þessu; blessaður vinur, mentalitetri.

  Haukur Kristinsson

 • Svínaríið heldur áfram, sömu menn, ættir og flokkar eiga eftir að fá allt upp í hendurnar aftur.
  Þjóðfélagið er bara gjörsamlega ráðþrota, almenningi finnst hann geti bara ekkert gert í þessu. Alveg sama hvernig er kosið, það breytist ekkert. Það eru nefnilega peningarnir sem fara með völdin í landinu, ekki atkvæðin.
  Bráðum kemur örvæntingin, þ.e. þegar stórir hópar fólks verða bornir út, gjaldþrot fyrirtækja byrja af alvöru og í ljós kemur hverjir eiga að fá banakana og leifar annarra stórfyrirtækja.
  Við þessar aðstæður gæti sterkur og orðheppinn leiðtogi komið fram og hrifið mjög stóran hluta þjóðarinnar til fylgis við sín mál, hvort sem þau eru þjóðinni til gæfu eða ógæfu.

  jens

 • Bisnessmenn eru bisnessmenn og verður að taka þeim þannig,Ekkert að vera hatast í þeim. Það er okkar fólksins (fulltrúum okkar) að passa að þeir nagi ekki af okkur hendurnar.Að selja bröskurum "National Bank of Iceland" er ekki verið að selja banka heldur vörumerki þjóðarinnar.Hvers vegna var þeim ekki seldur Þjóðfáninn ? Án gríns þá er "National Bank of Iceland" í huga Evrópumanna ríkisbanki hefði verið skárra að nefna hann eitthvað annað eins og t.d. "Samson Bank" Hörður Halldórsson

 • Þjófar skila sjaldnast þýfinu sínu. Best er að drepa alla þessa gaura og helst alla alþingismenn líka. Ice-slave samningurinn ætti að vera dauðasök fyrir alla sem samþykkja því verið er að undirrita aftöku heillar þjóðar.

Comments are closed.

Site Footer