MÓTOR HITARAR

Í bílastæðinu mínu eru rafmagns-plögg fyrir mótorhitara fyrir bíla.  Nú hvá sennilega margir og spyrja sig, tómir í huga, hvað það sé eiginlega.

Það gerði ég allavega þegar ég var nýfluttur hingað.  Mótor-värmare er ekkert flókið fyrirbæri. Þetta er bara hitaelement sem er heldur vélinni heitri í frosti.  Ég er ekki viss um hvernig þetta virkar en ég held að þetta sé bara hefðbundið rafmagnselement sem er stungið ofan í kælivatnið og það síðan hitar vélina upp í svona 40 -70 gráður.  Bílarnir eru hafðir í sambandi yfir nóttina þannig að vélin frýs aldrei.

Þannig er vélin heit þegar henni er startað í frosti.  Við það sparast mikið bensín fyrsta korterið (meðan bíllinn er að hitna upp) og vélarslit minnkar til muna.  Þetta með vélarslit er nokkuð sem mér er til efs að Íslendingar fatti, því skammtímahugsun einkennir okkur öðru fremur.  Það fattar enginn að það er hagkvæmt að hugsa fram í tímann.  Það vaða bara allir af stað í vinnuna klukkan 10 minútur í 9 og svo er gargað yfir umferðarhnútum og öskrað á stærri umferðarmannvirki.  Engum dettur í hug að tala við yfirmanninn um að fá að mæta klukkan 10 eða klukkan 8.

En nóg um það.

Þar sem motor-värmaren er tengdur við rafmagn er auðvelt að setja upp kerfi sem gerir það kleyft að notast við venjuegan rafmangs-blásturs-hitara inn í bílnum.  Nokkuð sem margir gera.  Þá þarf ekki að skafa og snjór eða frost safnast ekki á bifreiðina.

Mér þykir þetta sniðugt þótt ég sé viss um að einn sem alltaf er að „vakta“ bloggið mitt sér meinbugi á þessu.  Ég var að spá í að fá mér svona fyrir Ópelinn minn og rakst á áþekkt kerfi frá Danmörku.  þar eru engar snúrur eða rafmagn, heldur bara lítil bensínvel sem hitar allt upp.  Mjög sniðugt.  Skoðið vídeóið hægra megin.

Ég veit ekki hvort svona kerfi eru til á Íslandi, en ef ekki, þá hvet ég sniðugt fólk til að keyra af stað með svona bissness.  Þetta er stórsniðugt fyrir Ísland.  Rafmagnið er jú ódýrarar hér en annarsstaðar.  Með þessu móti endast bílar lengur og þeir spara líka bensín.  Þetta margborgar sig á nokkrum árum.

Hér eru myndir af motor-värmare-kerfinu í bílastæðinu mínu.

Site Footer