MÓSESDÓTTIR OG „DRAUMASTAÐAN“

LIlja Mósesdóttir er á móti þessum ágætu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, um „sóknaráætlun fyrir Ísland“.

Hérna eru punktarnir sem að Mósesdóttir er á móti.

1. Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020.  

2. Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020.   

3. Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020.   

4. Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index  verði nálægt 0,9 árið 2020.   

5. Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum hækki úr 64 árið 2009 í 72 árið 2020.   

6.Að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20‐66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020.   

7. Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins.  

8. Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum.  

9. Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020.  

10. Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt.

11. Að Ísland taki að sér sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020.  

12. Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað
við 2011.  

13. Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti.  

14. Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020.  

15. Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.

=
=
=
=

Allt mjög góð markmið.

En vitið þið afhverju Mósesdóttir er á móti þessu?  -Hún segir þetta „aðlögun“ að ESB.!!!

-Þetta er moðreykur af verstu sort.

Lilja Mósesdóttir veit vel að ÞAÐ VERÐUR KOSIÐ UM ESB.  Ætlar einhver ófullur að segja mér að
Mósesdóttir sé á móti lýðræðislegri niðurstöðu úr þjóðaratkvæðagreiðslu !!!

-Getur það verið?

Getur verið að Lilja þrái „draumastöðuna“ eins og framtíðarsýn vilta vinstrisins í VG genngur út á?  Þið vitið;

Sjálfstæðisflokkur í stjórn og VG öskrandi (um óréttlætið) á hliðarlínunni.
Þetta er nefnilega þægileg innivinna og það besta er…..
…….enginn ábyrgð.

 

……….bara sterk raddbönd.

Site Footer