MISTÖKIN OG SÓKNARFÆRIN

Mistökin sem gerð voru vegna undirbúnings stjórnlagaþings voru fyrst og fremst vanmat á hversu langt Sjálfstæðisflokkurinn myndi teygja sig til þess að skemma fyrir.

En kosturinn við þetta er þó að þarna sást vel að hæstiréttur er frekar andsnúin öllum meiriháttar breytingu á lögum þeim og reglum sem eiga að gilda í samfélaginu.  Við því var svo sem að búast.  Kanski er það eitt af hlutverkum hans.

Tæknilega voru mistökin fólgin í því að tenga lögin um atkvæðagreiðsluna við lögin um kosningar til Alþingis.  Því hefði vel mátt sleppa og búa til einhver sérstök lög sem vísa bara í sjálf sig.  Lög þar sem skilrúm mega vera úr pappa og þessháttar.

Ég sé fyrir mér, ef að Alþingi (með sínum knappa meirihluta) og hugsturlaðri andstöðu (þ.a.m villta vinstrið og Hreyfingin) láti niðurstöðuna standa á einhvern hátt ogskipi sama hóp til þess að  klára málið, myndi það veikja kosningarnar svo mjög að þær yðru hugsanlega marklausar.

Við skulum ekki vanmeta FLokkinn í þessum efnum.

Ég sé fyrir mér að nú verði einfaldlega byrjað upp á nýtt og mistök vegna fyrri kosninga verði leiðrétt.  Höfum í huga að kynningu á þessu stóra máli var ábótavant.  Það voru alltof margir frambjóðendur og þetta var allt frekar ruglingslegt.

Eitthvað segir mér að FLokkurinn og Framsókn setji allt af stað til að stoppa þessar kosningar.  Við skulum svo ekki gleyma „villiköttunum“ VG.  Þau þrá mest af öllu það sem kallað hefur verið „draumastaðan“ en í henni felst að Sjálfstæðiðsflokkurinn sé ráðandi og VG sé áhrifalaust á hliðarlínunni að öskra sig hás um „óréttlætið“.  Þetta er nefnilega þægileg og vel borguð innivinna og fullnægir félagsþörf margar úr VG.

Það er á brattann að sækja og þetta verður erfitt.  Ég er ánægður með Jóhönnu í stafni í þessu óveðri því hún hefur sýnt það og sannað að hún er óhrædd við FLokkinn og hún er óhrædd við óvinsældir.

Akkúrat kostirnir sem þarf í þessa baráttu.

Site Footer