kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Misskilningur eða réttskilningur?


Það er alveg stórkostlegt að vera í návígi við 10 ára manneskju. 10 ára aldurinn er svo hrikalega skemmtilegur og hugmyndirnar um lífið og tilveruna eru svo hreinar og beinar. Auður dóttir mín hefur verið hjá okkur í rúmar 2 vikur og ég hef í samtölum mínum við hana fengið frábæra innsýn inn í veröldina eins og hún kemur fyrir hjá 10 ára krökkum.

Við vorum að baka múffur um daginn. Smjörið í uppskriftinni okkar átti að vera við „stofuhita“. Auður sagði að fyrirbærið „við stofuhita“ ylli henni hugargangri. Við værum nefnilega inn í eldhúsi en ekki í stofunni. Mælieiningin „við stofuhita“ gæti því ekki átt við baksturinn okkar nema að flytja smjörið inn í stofu. – Skarplega athugað.
-Þetta er ekki gott hugtak meðal bakara og auðvitað ætti að notast við eitthvað á borð við „herbergishita“ því fáir baka inn í stofu.

Hún sagði mér einnig að það bæri á misskilningi meðal krakkanna í hverfinu hvernig ætti að túlka orðtækið „Bannað að lemja minnimáttar“. það eru víst uppi kenningar að orðtækið sé töluvert opnara og hljómi svona „Bannað að lemja minn’en átta“..

Ég held að minnihlutinn sem telji að seinni tillagan sé sú rétta, séu framtíðarstjórnmálamenn Íslands. Stjórnmálalist á Íslandi flest gjarnan í að komast upp með víðar túlkanir.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer