Minority Report


Ég sá „Minority Report“ í gær. það er nokkuð góð mynd. Endirinn er reyndar full klysjukendur. Max Von Sydow sem „vondi“. Þessi mynd á að gerast í kringum 2050 og framtíðarsýnin er hrollvekjandi. Ekki síst fyrir áengar auglýsingar sem eru allsstaðar. Dagblöðin eru nettengd og uppfæra nýustu fréttir. Hreyfimyndir eru í dagblöðum, utan á kókópuffsinu og á öllu veggplássi. Persónulegar auglýsingar sem sjá hver þú ert og heilsa manni með nafni.

Myndin er frá árinu 2002 og er hefur elst vel. Slatti af framtíðarsýn höfunda hennar er að birtast nú um stundir. Næfurþunnir skjáir sem eru allsstaðar. Ég held að Spielberg hafi verið með þessar mynd að vera svolítið „harðari“ en venjulega. Þessi mynd er í hasarblaðastíl og ber að taka þannig. Maður nýtur hennar ekki ef maður heldur að hún sé „alvarleg“ eða það vanti uppá samtölin eða þ.h.

Athyglisvert er að 2 Svíar eru „vondu“ Max Von Sydow og Peter Stormare.

Site Footer