kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Mig vantar bara vinnu….

Mig renndi ekki í grun hve sterk viðbrögð ég fengi þegar ég skrifaði bloggfærsluna „trúlausi guðfræðingurinn„. Ríkiskirkjupresturinn Bjarni Karlsson svaði mér í grein í Fréttablaðinu og núna síðast birtist svo grein eftir Sunnu Dóru Möller og Sigurvin Jónsson í gær eða fyrradag. Ég hef fengið á annað hundrað tölvupósta sem lýsa yfir stuðningi við greinina um „trúlausa guðfræðinginn“.

Ég vissi reyndar af þessari fyrirhuguðu grein Sunnu og Sigurvins því hún birtist á blogginu hennar Sunnu sem einskonar forsýning fyrir birtinguna í Fréttablaðinu. Ég svarði þessari gagnrýni hérna.

Gott og vel, ég er búin að svara gagnrýni Sunnu og Sigurvins. Það sem rekur mig til þessara skrifa er athugsemd við á bloggi Sunnu. Athugasemd nr 12. Samnemandi úr minn guðfræðideildinni hún Bryndís Böðvarsdóttir (hvers blogg heitir „Bænamær„) ræðst þar á mig á ómerkilegan hátt. Bryndís segir orðrétt:

Í raun fannst mér hann meira vera að rita þessa grein sem einskonar atvinnuauglýsingu. Hann fjallar það mikið um sjálfan sig í henni. Kannski erum við að misskilja ásetning hans með greininni. Kannski hefði fyrirsögnin átt að vera: ,,Trúlausum guðfræðing vantar vinnu“ Vona að hann fái vinnu við sitt hæfi (sé það málið).

Ég þurfti að lesa þetta 3 sinnum til að trúa augunum mínum. Hún heldur að greinin um trúlausa guðfærðinginn sé ákall mitt um að fá vinnu einhversstaðar. Mér datt næst í hug hvort til væri eitthvað ríkisstyrkt apparat sem trúlausir guðfræðingar berjist um stöður líkt og með Ríkiskirkjuna. Ríkis-vantrúar-stofnunin eða þvíumlíkt. Gat verið að slíkt ríkisapparat hafi farið framhjá mér? En Bryndísi til fróðleiks hef ég unnið allskonar störf og hef aldrei átt í vandræðum með að sjá mér og mínum farborða.

Þó að ég skilji ekki þennan atvinnupunkt Bryndísar Bænameyjar þá held ég að þessi ályktun gefi ákveðna innsýn inn í þann hugsanagang sem ríkir meðal guðfræðinema sem hyggja á starfsferil innan ríkiskirkjunnar. Sú hugsun er nefnilega svo ráðandi að hvert viðvik, hver skoðun, hvert skref sé hluti af ferli sem endi í miljónatékka inn um lúguna um hver mánaðamót. Meðallaun presta eru milli 700 0g 900 þúsund þannig að eftir nokkru er að slægjast. Uppsleikjuhátturinn í þessu andrými er satt best að segja áþreyfanlegur. Allir að reyna að skora stig hjá eihverjum þeim ofar.

-Afar akademískt og dínamískt háskólaumhverfi eða hitt þó heldur.

-o-o-o-

mér þykir miður ef umræður um trúlausa guðfræðingin eigi að snúast um skoðanir mínar á gæðum guðfræðinámsins. Greinin fjallaði ekki um það nema að örlitlu leyti. Sumt í guðfræðinnni er gott, annað verra eins og í öllum deildum. Það sem ég er að gagnrýna er samblástur trúarinnrætingar og akademískra krafna. Stiklað er framhjá erfiðu spurningunum.

-Nokkuð sem er í algerri andstæðu við akademíska skólahefð.

2 comments On Mig vantar bara vinnu….

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer