MET Í SEXISMA

Þeir siðferðisstaðlar sem við notumst við í daglega lífinu eru svolítið einstrengingslegir. Þeir eru „annaðhvort / eða“ og þótt að gráu svæðin séu sannarlega til staðar, þá eru þau amk það ljós að þau eru í skugganum.  Þetta er gott kerfi.  Það á ekki að leggja í bílastæði sem merkt er fötluðu fólki.  – Alveg sama þótt einhver hafi bara þurft að skreppa í smá stund.  Það á ekki að troðast fram fyrir biðröð, alveg þótt viðkomandi sé að missa af strætó eða einhverju.  Viðkomandi ætti að útskýra stöðuna sína fyrir öðrum og þá gengi allt betur.

Þetta er „annaðhvort / eða“ form.

En svo þegar kemur að baráttumáli okkar kynslóðar, sem eru réttindi kvenna þá gerast skrýtnir hlutir.  Hin sjálfsagða krafa um réttlæti og sömu laun og sömu ábyrgð og sömu framkomu er auðvitað eðlileg og flestir sem ekki föttuðu þetta, eru smám saman að „tengja“.

En stundum koma furðulegir hlutir fram þar sem öllu er snúið á haus.

Fyrir nokkrum dögum var þátturinn Iceland got talent og í honum var maður að flytja atriði sem hann hafði undirbúið.  Einn dómari í þessum þætti leyndi því ekki á að flytjandinn væri fagurlimaður mjög og geislaði af líkamsþokka og bað hann þessvegna um að flytja atriðið sitt ber að ofan…

Hér set ég upphrópunarmerki !

Snúum þessu nú við um stund.  Dómari í hæfileikakeppni, bæði íturvaxna stúlku um að fækka fötum áður en hún flytti atriðið sitt í keppninni.

-Það yrði allt vitlaust! – Gersamlega snældu-vitlaust!

…og með góðum rökum.  Þetta ER versta dæmi um sexisma sem ég man eftir og man ég lengur en margur.

Site Footer