Merkingarlaus spuni – Eða hvað?

Bestu spunaðaferðirnar ráðast gegn tungumálinu. Þegar hamrað er á einhverju ný-yrði eins og það sé sjálfsagður hlutur. Sovna orð skilja áheyrandann eftir hálf hissa og smám saman verða þessi orð virk. Ágætis dæmi um svona spuna orð er „hátæknispítali“ sem Davíð Oddson á heiðurinn af. Í raun og veru er þetta orð marklaust því að Landsspítalinn er t.d hátæknispítali ef út i það er farið.

Stjórmálamönnum er afar tamt að reyna að beygja tungumálið til þess að virka gáfulega. Stundum heppnast það. Ég var lengi að fatta að orðin „tvíhliða viðræður“ og „þríhliða viðræður“ eru í raunni bara viðræður. Þetta „tví“ og „þrí“ forskeyti segja bara til um hvað margir taka þátt í téðum viðræðum. Orðið „viðræður“ er fallegra, skiljanlegra og betra.

Þessi lúmsku spuna-orð koma stundum algerlega aftan að manni. Ég tók eftir að á Eyjunni var verið að fjalla um eitthvað sem heitir „rammaáætlun“. Þetta er klassískt dæmi um spuna-orð. Marklaust og þýðir nákvæmlega sama og „áætlun“.

Við ættum að vera vakandi fyrir orðskrýpum stórmálamanna. Þau eru bara notuð til þess að skekkja veruleikan og rugla okkur í rýminu.

Site Footer