MERKILEGIR TÍMAR

Það eru merkilegir tímar nú um stundir.  Í gær kaus ég til stjórnlagaþings.  Ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós áður en langt er um liðið.  Stjórnarskrá sem er löngu, löngu tímabær.

Ekki er að furða að harðkjarnadeild Sjálfstæðisflokksins hafi skömm á stjórnlagaþinginu og samhliða kosningum.

Staðreyndin er nefnilega þessi.

Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði landinu í 18 ár og uppskeran var efnahagslegt hrun og siðferðislegt gjaldþrot.

Svo rosaleg voru áhrif þessa tíma að þjóðin þurfti nýja stjórnarskrá til að byrja upp á nýtt.

Þessari staðreynd gerir FLokkurinn sér vel grein fyrir og getur ekki fyrir nokkra muni horfst í augu við þessa dapurlegu staðreynd. Þetta er ástæða fyrir því að Staksteinum rignir nú tvist og bast.

En hinu er ekki að neita að lítill er sóminn í kringum þessar flaugar.

Site Footer