MEIRA HRINGTORGABLOGG

Hringtorgin í Vallahverfi í Hafnarfirði eru víst 19 eftir því sem lesandi Eimreiðarinnar heldur fram

Þau heita:

Ástorg
Haukatorg
Tjarnartorg
Kirkjutorg
Vallatorg
Hraunatorg
Akurtorg
Seltorg
Hellnatorg
Engjatorg
Hamratorg
Fléttutorg
Hvannatorg
Klukkutorg
Kvistatorg
Hnappatorg
Rósatorg
Sóleyjartorg
Lindartorg

Nú er ég ekki að halda fram að þessi hringtor séu eitthvað ómerkileg eða því umlíkt. Þau eru hinsvegar fleiri en fólk á að venjast.  Vegagerðin hefur rannsakað hringtorg af gaumgætni og komist að því að þau eru öruggari en gamla góða biðskildan.  Því ber auðvitað að fagna.

Nú er nenni ég ekki að velta mér frekar upp úr hringtorgum i Hafnarfirði og er rokin út að kjósa fyrir stjórnlagaþingið.

EN !!!

Ég auglýsi eftir öðru nafni á fyrirbærið.  Þetta er ekkert „torg“ í neinum skilningi.  Þetta er eitthvað annað.  Á ensku heitir þetta „roundabout“ og á sænsku „rondell“.  Á dönsku heitir fyrirbærið „rundkørsel“ og á þýsku „Kreisverkehr“

Nýtt nafn verður að finnast !!!

Site Footer