MEÐ HANGANDI HENDI

Kvikmyndagaurinn Árni Sveinsson,  sem er nýbúin að vinna Skjaldborgarverðlaunin, frumsýnir á morgun aðra mynd.  Sú heitir „Með hangandi hendi“ og fjallar um hinn ofursvala töffara Ragnar Bjarnason.  Árni fylgdi Ragnari eftir í tvö ár og afraksturinn er þessi mynd.

Ég hef alltaf gaman að þessari tegund heimildamynda þar sem söguhetjunni er fylgt eftir í langan tíma.  það er alltaf eitthvað svo spennandi við það.

Skríbent Fréttablaðsins sá þessa mynd á kvikmyndahátiðinni Riff þar sem hún var forsýnd og gaf henni 5 stjörnur!!

Ég hvet alla til að fara á þessa mynd.   Ekki bara vegna þess að um er að ræða frábæra íslenska mynd eða að við eigum að styðja við og stoða íslenskt kvikmyndafólk, heldur vegna þess að Raggi Bjarna er mesti töffari Íslands um þessar mundir.

…Það er bara þannig.

Raggi er svar Íslands við Dean Martin

….Bara miklu milku betri.

Site Footer