MEÐ ALLT NIÐRUM SIG

Það er alltaf svolítið fyndið þegar fólk reynir að hysja upp um sig brækurnar á óheiðarlegan hátt. Það er miklu betra að hysja bara upp um sig og smæla framan í heiminn heldur en að reyna að fela hysjið á einhvern hátt. ”Nei nei! Ég er ekkert að hysja upp um mig brækurnar. Ég var bara að sýna vini mínum munstrið á nærbuxunum mínum..” Í þessa meinlegu stöðu komst Elín Elísabet Jóhannsdóttir, síðuritari á hinni stórskemtilegu síðu trú.is í dag þegar hún reyndi að klóra yfir rangfærslur sem hún varð uppvís af. Í morgun var þessi setning á trú.is.

Samkvæmt könnunum eru u.þ.b. 95% þjóðarinnar kristinnar trúar. Samt er eins og ákveðinnar feimni – eða ef til vill misskilinnar tillitssemi gæti þegar kemur að því að kenna kristinfræði í skólum, eða þegar rætt er um samstarf kirkju og skóla. Nauðsynlegt er að velta því fyrir sér hvort kristni eigi að fá meira vægi í trúarbragðakennslu hér en önnur trúarbrögð í ljósi menningarsögu.

Þar sem ég er meðlimur í Vantrú.is og harður trúleysingi þá hnaut ég um þessa tölu hjá Elínu. 95% þjóðarinnar kristinn. Ég hefi aldreigi séð þessa tölu og þykist þó hafa fylgst æði náið með trúmálum á landinu síðustu misseri. Eftir japl og juml á innraspjallinu á vantrúarvefnum og bloggfærslu hjá formanni vorum, gerðust undarlegir hlutir.

Greinin á trú.is breyttist svo lítið bar á. Glöggir vantrúarmenn voru fljótir að sjá út fölsunina og börðu á kné sér í tómri illkvitni um leið og þeir létu vita af þessari ósvinnu. Eftir breytinguna varð setningin svona: Um það bil 90% þjóðarinnar tilheyrir kristnum trúfélögum. Samt er eins og ákveðinnar feimni – eða ef til vill misskilinnar tillitssemi gæti þegar kemur að því að kenna kristinfræði í skólum, eða þegar rætt er um samstarf kirkju og skóla. Nauðsynlegt er að velta því fyrir sér hvort kristni eigi að fá meira vægi í trúarbragðakennslu hér en önnur trúarbrögð í ljósi menningarsögu.

Nú vakna upp nokkrar spurningar sem gaman væri að fá svör við. Vissi Elín að þessi 95% tala væri röng þegar hún setti hana niður í fyrsta skiptið? Manneskjan starfar sem fræðslufulltrúi á biskupstofu og ætti að vita hve mörg prósent landsmanna eru kristin. Tölur um trúfélagaskráningar á Íslandi eru reyndar afar auðfengnar og má finna á vef Hagstofunnar þar eru allar nýjustu og réttustu tölurnar.

Mér þykir það sæta furðu að Elín skuli verða uppvís af þessu fúski. Sennilega hefur hún hagrætt sannleikanum ötlítið til að styrkja stöðu vinnuveitanda síns (Rikiskirkjunnar) og vonað að enginn hafi komið auga á fúskið. Vissulega er ástæða til að leiðrétta rangar upplýsingar en það á að gera þannig að leiðréttingin sé tekin fram en henni ekki laumað inn í rangan texta. Það sem Elín tekur ekki fram á gandreið sinni um tölur og prósentur eru ískyggilegar tölur um fækkun í Ríkiskirkjunni.

Nú er svo komið að 80 % landsmanna tilheyra Ríkiskirkjusöfnuðinum. Ljóst er að á næsta ári fer talan niður fyrir 79% Þessi staðreynd hefur að sjálfsögðu valdið miljónaaprestunum miklum áhyggjum enda forréttindi hinna fáu í uppnámi. Þeir hafa ekki áttað sig á því að fólk sér í gegnum þetta óréttláta kerfi sem mismunar trúfélögum í landinu á hinn versta hátt, stendur fyrir dýrkun á ógeðfeldri mannfórn í nafni kærleikans og styður sig við hæpið siðferði.

Vissulega er tilheyrir meirihluti landsmanna kristnum trúfélögum. Það segir hinsvegar ekkert um trú við komandi. Þótt ég sé skráður í FH við fæðingu, segir það ekkert til um það hvort ég haldi með þeim í dag! Samkvæmt könnun frá árinu 2004 kemur nefnilega í ljós að MINNILHUTI aðspurðra trúðu á grundvallargildi kristindómsins. (upprisu, frelsun, osfr) Flestir höfðu afar óskýra mynd af guði og alls ekkert kristnum guði.

Annars er farið með sumar spurningar þessarar trúarlífskönnunar eins og mannsmorð og þær ekki birtar þótt ýmislegt hafi kvisast út….mér detta í hug orð kellingarinnar þegar hún sagði; „Enn og aftur kemur kristna siðferðið þeim kristnu í klandur“

Site Footer