MAÐURINN SEM GUFAÐI UPP

Ég las einhverntíman sögu um mann sem gufaði upp. Hann var „hreinsaður“ burtu úr einhverju austantjaldsógeðinu. Allar ljósmyndir af honum voru brenndar. Fæðingarvottorð, einkannir úr skóla, skattaskýrslum þessa manns var eytt. Öllum pappír sem varðaði þennan horfna mann var eytt. Ekkert varð eftir.

Ekkert nema hatturinn hans sem hékk á snaga á gamla vinnustaðnum.

Mér verður stundum hugsað um þennan mann sem hvarf þegar Sjálfstæðisflokkurinn tjáir sig um Icesave-málið. Þessir 700 miljarðar sem Sjálfstæðisflokkurinn berst nú á hæl og hnakka í þeirri viðleytni að borga ekki, minna mig alltaf á þessa sögu.

Sjálfstæðismenn slá sér nú á brjóst og trúa sjálfsagt sjálfir að þeir séu í „góða liðinu“, uppfullir af réttlætiskennd þess sem hefur engu að tapa.

En hann er þarna nú samt. Hatturinn á snaganum.

Hatturinn sem enginn kannast við hver á. Hatturinn sem hvíldi ofan á hausnum á manninum sem var sannarlega ábyrgur fyrir þessum 700 miljörðum sem flokkurinn berst nú svo hatramlega gegn að skuli borgast. Hatturinn sem hékk á snaganum fyrir utan viðarklædda skrifstofuna þegar ákveðið var að opna Icesave reikninga í Hollandi þegar vitað var að bankinn færi í þrot.

Hatturinn sem tilheyrði sjálfum varaformanni bankaráðs Landsbankans og framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins.

Ég sé alltaf fyrir mér þennan hatti ofan á hausnum á öllum Sjálfstæðifólki þegar þau tala um „börnin“ og „skattfrekju“ og „nýsköpun“ og „endurnýjun“ og „gagnsæi“ og „skjaldborgina“ og „landráðamenn“ og „óréttlætið“ og „vanvirðinguna“. . . . .

Takið eftir þessu næst þegar þau tala.

Þau eru með hattinn hans Kjartans Gunnarssonar á hausnum.

8 comments On MAÐURINN SEM GUFAÐI UPP

 • Svipaða tilfinningu fær maður þegar Samfylkingarmenn tjá sig um hrunið, aðdraganda þess og eftirmála.

 • Teitur;
  Kjartan var VARAFORMAÐUR bankaráðs Landsbankans, ekki formaður.

  Formaðurinn var Björgólfur Guðmundsson en hann hafði verið formaður síðan á miðju ári 2003.

  Reyndu að fara rétt með staðreyndir þegar þú ert með vinstrabull í þér.

  Hætta svo að agnúast út í ástandið á Íslandi. Þú mátt vera feginn að vera í þessa verndaða umhverfi í Svíþjóð sem aumingjavæðir fólk.

  Við hér á Íslandi þurfum hinsvegar að upplifa efnahagalegan frostavetur vegna refsigleði þinna manna sem nú sitja þessa vesælu ríkisstjórn Íslands sem komst til valda með Búsáhaldavaldaráninu sl. vetur.
  Þetta lið kann ekki leysa vanda þjóðarbúsins. Í staðinn fyrir að byggja hér upp blómlegt atvinnulíf, eru lausnirnar að skattleggja borgarana í hel.

  Svo ætla nokkrir Samfylkingardindlar að flýja í vel borguð störf niður í Brussel, sem þar að auki eru skattfrjáls, svo þeir losni við að borga allar skattahækkanirnar sem von er á á Íslandi.

 • Já Nafnlaus. Bitrir eru ávextir Framsóknar og Sjálfstæðisins.

 • Já Nafnlaus. Bitrir eru ávextir Framsóknar og Sjálfstæðisins.

 • Já og Nafnlaus. Ég leiðrétti færsluna.

 • Góður pistill Teitur.
  Það er nokkuð erfitt að krefjast réttlætis núna, því ekki vill mar vera í liði með xD, xF né xS. Þessi ríkisstjórn er undir járnhæl Samfylkingar. Ekki er hægt að berjast með hrunflokkum og VG geta lítið einir og sér.

  Góð líking með hattinn:

  Maðurinn með hattinn
  stendur upp við staur,
  borgar ekki skattinn
  því hann á engan aur.

  Hausinn oní maga
  og maginn oní skó,
  reima svo fyrir
  og hendonum útí sjó.

  Kveðja frá Comet

 • Sniðugur Nafnlaus hinn fyrri. "Byggja hér upp blómlegt atvinnulíf" já einmitt. Endilega fáum xD til þess því allt ber þess svo glögg merki hversu vel þeim tekst til við það. Svo kunna vinstri menn ekki að fara með peninga þú gleymdir að lauma því með.

  Einar F

 • Takk fyrir góðan pistil.

  Angistarvein Sjálfstæðis og Framsóknar eru aumkunaverð svo ekki sé sterkar að orði kveðið.

  Vandlætingin og fölsk réttlætiskenndin er ótrúverðug. Flokkshagsmunir drjúpa af hverju einasta orði. Ég heyri þjóðarhagsmunir en sé flokkshagsmunir.

  Þessi ramakvein eiga bara eftir að versna. Nú á að sverfa til stáls og fella ríkisstjórnina.

  Ég vona heitt og innilega að ríkisstjórnin lifi af falskan grátkórinn.

  Jón H. Eiríksson

Comments are closed.

Site Footer