MAÐURINN SEM GEIR

Félagar mínir gerðu að því gys að þeir voru alltaf að hitta sama manninn. Hann var alltaf niðrí bæ. Sat ýmist á bekk eða baukað eitthvað við óskilgreinda iðju.

Maðurinn var alltaf með hendur í vösun, alltaf í sömu fötunum, með sömu hárgreiðsluna og með sama óræða brosið á vörunum. Þessi maður gekk undir nafninu í félagahóp mínum ”maðurinn sem gerir ekki neitt”.

Maðurinn sem gerði ekki neitt var einhvernvegin alltaf þar sem við félagarnir vorum. Upp á Hlemmi, niðrur á Lækjartorgi, í Bónus eða á KR vellinum. Allstaðar var þar kominn maðurinn sem gerir ekki neitt.

Eitt sinn hitti ég Loga vin minn. Hann sagði við mig.

-Veistu hvern ég sá áðan? Nei sagði ég.

-Manninn sem gerir ekki neitt.  Nú? Sagði ég ekkert alltof imponeraður.

-Veistu hvað hann var að gera? sagði Logi.  Nei sagði ég. Ég veit ekki hvað hann var að gera.

-Ekki neitt!  svaraði Logi.

-Það var svo sem auðvitað.

Site Footer