Að maður hafi kosið þetta dót…

Fyndið Facebook móment. 2/3 hlutar „Hreyfingarinnar“mæra ræðu 1/3 hluta hennar.

Skömmu áður en þetta birtist mærði Birgitta Anarkista og reyndi að fá svör við því hvernig anarkistar ala upp börn og svoleiðis. Ég er hættur að botna í þessu fólki. Nú er ég ekkert íhald eða þannig en ég get ekki tekið mark á svona þvælu. Ég held að það væri heillaráð að bjóða Birgittu og „Hreyfingunni“ að fá ótakmarkaðan tíma á Litla Sviði Þjjóðleikhússins til að „flippa“ eitthvað. það vekti ugglaust athygli.

Það yrði mikið happadrýgra fyrir þjóðina að reyna að fá þessa hörmungarþrennu til að fá athyglisþrá sinni annan farveg en Alþingi Íslendinga. Þessi þrjú sökka svo sannarlega.

Eru alveg tibúin að horfa á eftir íslensku samfélagi sturtast niður klósettið svo fremi sem þau ná að æsa upp lýðinn. Enginn göfug markmið, bara óður til óreiðunnar.

Að maður hafi kosið þetta dót. Úff hvað ég skammast mín, svona svik eru ugglaust skilgreind af Batikmussu Birgittu sem ákveðin tegund ofbeldis. Hún mætti hafa það í huga næst þegar hún vælir um allt ofbeldið sem hún umber ekki.

7 comments On Að maður hafi kosið þetta dót…

 • Ég get ekki horft uppá þetta fólk lengur,án þess að fá aumingjahroll og skammast mín fyrir að hafa kosið þessa vitleysu. Við sjálfan mig segi ég sorrý.

  Andrés

 • Ekki vera svona vond við Hreyfinguna. Hún er svo lítil.

 • Peeh, skammast mín ekkert 😉

  Hvað annað hefði ég svo sem átt að eyða mínu atkvæði í. Hreyfingin er svo gott sem að skila auðu, bara háværara.

 • ég er allavegana alveg viss um að ég hefði verið óánægðari sama hvað annað ég hefði kosið.

  Sé ekki eftir mínu atkvæði

 • Þú ert s.s ánægður að hafa kosið stjórnmálaafl sem klofnaði í ÞRENNT á 90 dögum.

 • Sagði ekki að ég væri ánægður, bara að ég yrði ekki ánægðari hefði ég kosið einhvern af hinum möguleikunum.

  Sjálfstæðisflokkur: Ein af aðalhöfundum hrunsins.

  Samfylking: Eins máls flokkur sem hefur bara eina lausn á öllu (ESB), algerlega forystulaus flokkur, ræður ekki við það sem hann ætlar sér, viðurkennir ekki þátt sinn í hruninu.

  Vinstri grænir: Líka klofin, á erfitt með að vinna saman, sviku marga kjósendur sína með ESB gjörningi sínum.

  Frjálslyndir: Komu ekki manni inn og því væri athvæði ónýtt (kanski ekki það vesta í stöðuni)

  Framsókn: Eigum við að ræða það eithvað.

  Eins og ég sagði þá er ég ekki endilaga að drepast úr hamingju með þetta, ég bara get ekki ýmindað mér að þeir sem kusu einhvern af hinum hafi ástæðu til að vera eitthvað ánægðari.

  Kvað ég kem til með að kjósa næst verður tíminn að leiða í ljós.

 • Sjálfstæðisflokkur og Samfylking það eru virkilega hræðilegir flokkar samt kýs meirihluti landsmanna þessa hörmung. Við hljótum að vilja spillta og duglausa flokka með spilltum og duglausum stjórnmálamönnum.

Comments are closed.

Site Footer