Matthías Jóhanessen


Umdeildar dagbókarfærslur Matthíasar Jóhanessen eru gagnlegar. Ekki af því um hvað þær fjalla heldur afhjúpa þær það sjúka ástand þess sem einkenndi samfélagið þegar veldi Morgunblaðsins reis sem hæst. Sú staðreynd að ráðamenn voru tíðir gestir hjá ritstjórum Moggans að plotta og kastandi á milli sín gróusögum vekur undrun. Svo virðist sem Matthías hafi verið einskonar véfrétt sem allir almennilegir stjórmálamenn þyrftu að leita til með áhyggjur sínar og pællingar. Sumt af því sem dagbækurnar innihalda eru hreinar og klárar lygar, einskonar baknagara-tuð og eru sannarlega ekki til að auka vegsemd Mattíhasar Jóhannessen.

Þessar færslur hafa ekkert sagnfræðilegt gildi fyrir utan það sem ekki stendur í þeim.

Ég skil satt besta að segja ekkert í Mattíhasi að birta þetta bull. Kannski til þess að viðhalda fornri frægð eða eitthvað þvíumlíkt? Að halda sér í deiglu samfélagsumræðunnar?

Annars er ég enginn aðdáandi Matthíasar sem ljóðskálds. Mér þykja ljóðin hans leiðinleg og upphafinn. Það er einhver ullarjakka tónn í þeim. Ullarjakki, pípa, kjarvalsmálverk og þungt gólfeppi. Gleðisneyddur tómleiki og peningalykt.

-Sæmilega þroskað menntaskólaskáld semur betri ljóð.

Site Footer