Markrílveiðar


Þegar ég vann í síldarvinnlsu á Skagen á öndverðri síðustu öld, slæddust oft með makrílar. Þetta eru fallegir fiskar einskonar litlir hákarlar með grænum og gulum röndum. Danir voru vitlausir í makrílinn og bjuggu til bollur úr honum. Ég sá áðan á vísi að makrílar eru byrjaðir að veiðast við Íslandsstrendur. Því ber að fagna þótt loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsaáhrifa beri ekki að fagna.

Fiskibollur úr makríl er málið.

1 comments On Markrílveiðar

  • Makríll er einn af fáum fiskum sem mér finnst gott að borða, fyrir utan reykta síld, lax og silung. Laxinn er reyndar líka ágætur grafinn og svo er steikt rauðspretta líka fín. Skelfiskur er líka góður sem og sardínur og túnfiskur er líka góður í salat. Íslenski túnfiskkvótinn var veiddur í Miðjarðarhafinu í ár. Það finnst mér spes.

Comments are closed.

Site Footer