MÁNAÐASTELLIÐ

Ég er nörd.  Ég er meir að segja súpernörd.  Ég á mánaðastellið.  Þetta goðsögulega kaffistell var á öðru hvoru heimili á Íslandi fyrir einni kynslóð síðan.  Ég man vel eftir þessu stelli mínu því að amma mín heitin átti það.  Mér hefur alltaf þótt svolítið gaman að þessu og passa upp á að ekkert brotni.  Það gerðist reyndar einu sinni að dóttir mín, þá 3 ára var að leika sér með það (helgarpabbar banna aldrei börnunum sínum nokkurn skapaðan hlut) og þá brotnuðu nokkrir bollar.  Það tók mig 7 mánaða grúsk að finna aftur þá bolla sem vantaði.  Síðasti bollinn var á Húsasvík (takk Gunsa)  Ég tek mánaðastellið fram tvisvar á ári.  á jólunum og þegar ég á afmæli.

Fyrir nokkrum vikum var ég á einhverjum markaði og sá grip sem ég hélt að væri ekki til.

KAFFIKÖNNUNA í mánaðastellinu.  Ég æpti aðeins í geðshræringu minni, ruddist yfir lágvaxin Sómala og klófesti könnuna.  Þrjátíu og fimm kall.  Nú á ég kaffikönnuna með ákveðnum greini. (sjá mynd neðst) Ég hef reyndar heyrt af „sykurkarinu“ og „rjómakönnunni“ sem hluta af mánaðastellinu, en aldrei séð þessa gripi.  Vinkona mín á FB segist eiga þetta og lofar að senda mér myndir.  Postulínssalar á íslandi, fá óræðan glampa í augun þegar minnst er á „rjómakönnuna“.  Ég var hvattur til að kaupa hana strax ef ég sæi hana. En ég toppa þessa vesælu rjómakönnu með KAFFIKÖNNUNNI.

Mánaðastellið samanstendur af 12 mismunandi bollum, undirskálum og kökudisk.

 

Óskaplega fallegt.

 

„Desemberbollinn“er vandfundnastur. Reyndar er mánaðastellið, eftir því sem ég kemstnæst, ekkert sérstakt „rarítet“. Þetta var á öðru hvoru heimili

 

Og sjá! – Hóseanna í upphæðum! – Mánaðarstells-kaffikannan

 

-o-o-o-

Svo væri gaman ef einhver vissi eitthvað um mánaðastellið.  Hvaðan kemur það t.d?  Hvar var það selt á Íslandi? ..osfr.

Site Footer