kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

MAKRÍLL – TÁKN UM ÓRÉTTLÆTI

Kvótakerfið hefur verið afar umdeilt allt frá því að því var komið á fyrir rúmum 30 árum.  Það hafa verið skrifaðir heilu hillu-kílómetrarnir um skelfileg áhrif þess á byggðir landsins, umgengni við fiskiauðlyndina og efnahagskerfið en ekkert dugað og hreyft við þeim sem fengið hafa að ráða hverju sinni.

Helstu rökin gegn kvótakerfinu er að kvótinn er gefin útvöldum en ekki settur á markað. Með því móti myndi nálægð við miðin t.d koma inn, fleiri gefið tækifæri á að stunda veiðar, fiski yrði ekki hent vegna smæðar osfr osfr.

Það hníga öll að því að kvótinn yrði settur á markað en eins og fyrir einhverjar furður, breytast hægri menn í örgustu áætlunarbúskapar kommúnista og engin rök ná inn fyrir harðskeljaða samviskuna.

Hægrið viðurkennir þó að uppboð á kvóta væri í raun æskilegt en það er ómögulegt að koma því að núna því að útgerðirinar hafa eytt miljaraðtugum í að kaupa kvóta (með skuldsetingu) og ómögulegt að taka hann af í einum grænum.  (viðbragð við þessu var t.d „firningarleiðin“ sem núverandi ríkisstjórn sló strax út af borðinu eftir að hún komst til valda)

Málið virðist fléttað inn í peningakjarna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks enda greiðir útgerðin fyrir starfsemi þessara flokka og alltaf hægt að leita til þeirra þegar upp koma óvænt fjárútlát.

Höfum samt í huga að hægrið hefur alltaf verið „svag“ fyir uppboðsleiðinni en talið hana óframframkvæmanlega vegna mögulegrar „eignaupptöku“ og skaðabóta.

Þá gerist það vegna hitabreytinga í andrúmsloftinu að til Íslands leitar verðmætur fiskistofn sem gerir ekki bara usla í lífríkinu heldur líka meðal útgerðarmanna.  Þessi stofn er risastór og óhemjuverðmætur.

Þegar kemur svo að því að ákveða hvenrig best sé að haga veiðum þá er ákveðið að GEFA makrílkvótann til ríkustu útgerðanna!

Allar hugmyndur um uppboð eru slegnar af borðinu með engum rökum öðrum en að einn stærsti kvótaeigandi landsins, Guðmundur vinalausi sagði það miklu betra að hann fengi kvóta gefins en að hann þyrfti að borga fyrir hann!

Hafi fólk einhverntíman haldið í vonina um að heilindi ráði för meðal ríkisstjórnarflokkanna skiptingu auðlinda landsins, þá ætti sú von að vera söltuð, pækluð, stöfluð inn í fúlum kjallara í Valhöll við Háaleitisbraut.

Gullið tækifæri kom að bjóða út makrílkvóta en það var ákveðið að gefa hann í staðinn til vildarklúbbsins.

Og haldi einhver að ég sé búin?  Nei aldeilis ekki. Einn af þingmönnumum sem stóð að gjafafrumvarpinu fær sjálfur útlhutað milljónatugum í formi makrílkvóta!  Fyrir breytingu var téður kvótu um 50.000.000 kr en mun hafa hækkað verulega eftir breytingar á frumvarpinu!

Málið er ekki flókið.  Málið er ekki snúið      –     Það er verið að ræna okkur.

 

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer