MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON OG KARLMENNSKAN

Ótti er hluti af þeim breytum sem stjórna ferðinni í pólitískri umræðu. Þannig hefur það alltaf verið og mun alltaf vera. Ótti við loftslagsbreytingar eru t.d stór breyta í stjórnmálum í dag. En það eru fleiri áhyggjur að verki í flóknu samspili nútíma umræðu en loftslagsbreytingar. Sumar áhuggjurnar eru léttvægar en aðrar öllu fyrirferðarmeiri.

Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslyndaflokksins stjórnast af óskiljanlegum ótta þessa dagana og hefur í kjölfarið mist allan trúverðugleika og sennilega framið pólitískt hara-kiri sjálfum sér og flokki sínum til minnkunnar. -Hann óttast 20 einstæðar mæður frá Palestínu og börnin þeirra.

Ef maður skoðar ótta Magnúsar nánar þá sést hversu mannfjandsamlegur þessi ótti hans er og innistæðulaus. Hvað er það svo hræðilegt sem þessar 20 konur hafa gert eða munu gera Magnúsi? Er ótti Magnúsar byggður á því að hugsanlega muni þessar konur festa hér rætur, kynnast fólki og jafnvel giftast íslenskum karlmönnum? Er þetta óttinn? Er ástæðan að þessar konur og börnin þeirra trúa á aðra himnaveru en Magnús sjálfur?

Mér skilst að Magnús þekki til aðstæðna þeirra Palestínumanna sem búa í flóttamannabúðum og þá verður afstaða hans ennþá dularfyllri. Hvað varð eiginlega um gildin sem greina okkur frá dýrum merkurinnar? Kærleika, umhyggju og hjálpfýsi til handa þeim sem eiga við sárt að binda? Magnús gerir sig út fyrir að vera “maður fólksins”, maður sem er í tengslum við sjómennina á bryggjunni, fiskvinnslufólkið á köldu frystihúsgólfinu og kallinn sem afgreiðir í Essó.

Heldur Magnús að hann deili ótta sínum við þessar 20 einstæðu mæður með almenningi í landinu? Ég hef í anda pólitískrar ranghugsunar alltaf litið upp til gilda sem tengdar eru karlmennsku og drengskap. Mér finnst þessi hugkví ná yfir mín flottustu gildi. Í mínum huga er karlmennska ekki að vaða út í hættur á örgurstundu heldur að vera yfirvegaður á ögurstundu.

Karlmennska er í mínum huga umhyggja fyrir öðrum. Umhyggja og undantekningalaus afstaða með þeim sem minna mega sín og hiklaus vilji til að sýna það í verki. Ég vil vera karlmaður í þessum skilningi.

Andstaðan við karlmennsku er aumingjaskapur.

Auminginn hugsar alltaf um sjálfan sig. Auminginn lætur sig engu skipta þótt aðrir þjáist ellegar líði skort. Auminginn er sviptur mennsku og samúð þótt hann noti hugtökin fjálglega til að koma sér áfram. Magnús Þór Hafsteinson er svona aumingi.

-Hann ætti að skammast sín.

1 comments On MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON OG KARLMENNSKAN

  • ég verð að aðhyllast því að einhver mannvonska sé að ráða ferðinni hjá honum.

    hann veit að öllum líkindum að hann mun ekkert geta stoppað komu flóttamannana, en hann virðist staðráðinn í því að spilla umhverfinu nógu mikið til þess að flóttamennirnir munu eiga erfiðara með að aðlagast.

Comments are closed.

Site Footer