Álver í Breiðafirði

Ég er ennþá að reyna að átta mig á grein iðnaðarráðherra í Mogganum s.l mánudag. Sú grein virðist vera í andstöðu við álvers-væðingu landsins og því ber að fagna. Sem náttúruverndarsinni i Samfylkingunni tek ég undir hvert einasta orð Össuarar í þessari tímamóta grein. Össur bendir réttilega á að stóriðja er ekki það sama og álver. Ég er stuðningsmaður stóriðju svo fremi sem hún mengar ekki andrúmsloftið og setur Íslendinga á tossabekk meðal mengara heimsins. Mengara á borð við Bandaríkin, Kína, Rússland og Indland. Stóru þjóðirnar hafa frekjast áfram og telja sig umkominar um að menga meira en litlu þjóðirnar. það sýnir hroka þeirra og yfirgang.

Auðvitað vilja nátturuverndarsinnar ekki standa í vegi fyrir eðlilegri þróun í atvinnumálum en setja sig að sjálfsögðu upp á móti hættulegum áformum sem eru vanhugsuð og setja lífríki okkar í uppnám.

Ég hvet þingmenn og ráðherra allra flokka til þess að fara í litla helgarferð vestur í Flatey á Breiðafirði, gista þar á glæsilegu hótleli sem er nýreist og fara í siglingu um Breiðarfjarðareyjar. Tala við ábúendur og liffræðinga. Þar munu þau kynnast þeim óskaplegu breytingum sem orðið hafa á lífríki Breiðafjarðar. Þar sem áður voru iðandi byggðir sjófulga heyrist varala fuglagarg. Þar sem áður var þaraþyrsklingur eru nú komnir golþorskar. Kríubyggðir eru svipur hjá sjón meðan kjóar eru hvarvetna. Teista, skarfur, svartfugl, tjaldur og lundar eru tegundir sem eiga skyndilega undir högg að sækja. Ég man eftir himni svo kröktum af kríu að hópurinn skyggði á sólu. Hávaðinn í þeim var algerlega ærandi. Lundaveiðar sem áður fættu hundruðir ef ekki þúsundir manna, eru nú varla stundaðar nema til að halda við þekkingu.

Með byggingu eiturspúandi álvera látum við okkar lóð á vogarskálar eyðileggingarinnar okkur sjálfum til ósóma og stefnum komandi kynslóðum í stóra hættu. Hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda er mesta hætta sem steðjað hefur að mannkyninu. Kjarnorkuváin var bara djók miðað við þessa ógn. Ógn sem ekki er hægt að horfa framhjá.

Ef það þarf að setja peninga í stjóriðju, hversvegna má ekki láta peninga í græna-iðnaðinn. Verlöldin hreinlega öskrar eftir nýrri tækni tll þess að taka við úreltu mengunartækninni. Bygging risastórra tölvugagnaveitu er frábært dæmi um hvernig má fjárfesta í stóriðju og knýja hana með grænni orku. Að nota græna orku til álframleiðslu er eins og að kasta perlum fyrir svín. Það er fáránlegt, skaðlegt og það er sóun.

Site Footer