Lugna favoriter

Vinsælasta útvarpsstöðin hérna í G-borg heitir Lugna Favoriter. Það þýðir eiginlega „róleg uppáhalds[lög]“. Þessi stöð spilar BARA sykurhúðað rólegheita popp. Inn á milli fá svo hlustendur að segja frá því hvað þeir elska makann sinn ótrúlega mikið. Ég get ekki hætt að hlusta. Þetta er Eurotrash eins og það gerist best. Það er samt svo skrýtið með mig að svona tónlist hittir á einhverja strengi í mér. Ég er svo hrifnæmur að ég á það til að fella tár eða tvö þegar ég hlusta á „Lugna“. Einu sinni fékk ég alltaf útbrot við svona tónlist (roða á rasskinnar og hnerraköst) en ekki lengur.

-Ég held barasta að ég sé farin að meta Westlife.

– – – -Yyyyyyndislegt.

Site Footer