kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

Lúðu-eldi

Í vinnunni minni eru skorin svona 500 kíló af lúðu á hverjum degi. Bosníumaðurinn Marrek sér um það enda mikill snillingur. Ég var að forvitnast um lúðuna og komst það því að hún er ræktuð í Noregi. Þetta er einhver dýrasti fiskur sem til er og er afar eftirsóttur.

Það sem er svo frábært við þetta dæmi að lúðueldi er landbúnaður. Engin rányrkja þar á ferðinni. Hægt er að slátra þegar kúnninn vill og fá þannig heppilegustu stærðina þegar þurfa þykir. Lúðan er reyndar svo ótrúlegt kvikyndi að undrum sætir. Hún getur orðið gríðarlega stór og er ekkert verri matfiskur fyrir vikið. Smálúður eru gómsætar og mikið keyptar af veitingahúsum.

Hví ástunda Íslendingar ekki lúðueldi í stórum stíl? Við höfum viðskiptasamböndin og sölukerfið. Væri ekki traust fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að geta treyst á stöðugt framboð af fiski allt árið um kring. Hugsið ykkur ef t.d væri hægt að slátra 10 tonnum af lúðu eða þorski á viku allt árið um kring og selja samliða hefðbundum afla.

Hið opinbera er tilbúið að setja miljarðatugi í eiturspúandi álver og risastíflur sem öllu eyða en láta ekki krónu í rannsóknir eða tilraunir á lúðueldi eða þorskeldi.

-Furðuleg forgangsröðun.

1 comments On Lúðu-eldi

 • Sæll,

  Það er víst alveg verulega mikið meira mál að rækta lúðu en t.d. þorsk eða lax. Seiðin eru svo lítil að nægilega smágerð fæða er aðal málið og mjög erfitt að gera.

  Við höfum reyndar verið með tilrauna lúðueldi í Grindavík (eða Höfnum) og svo með „backup“ í Eyjafirði. Þetta er eitthvað 10 ára dæmi held ég, mikil þróunarvinna (sennilega fjársvelt eins og þú segir).

  Fyrir nokkrum árum var þetta næstum eyðilagt þegar krakkaormar komust í lúðurnar og VEIDDU þær til að selja veitingastað í Hafnarfirði og fá ókeypis ferð í limma í staðinn! Magnað, en þá bjargaði stofninn í Eyjafirði verkefninu, annars hefðu ansi mörg ár tapast.

  Sammála, keyra þetta nú í fullan gang, mjög mikil verðmæti í dauðafæri þarna (loksins). Lúðan er snögg að vera stór og þung og eins og þú segir, mjög dýr matur.

  Guðmundur

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer