Lokafærsla Björns Bjarnasonar.


Ísland stendur á tímamótum. Fjármála“snillingar“ hafa keyrt þjóðina til helvítis á undra-skömmum tíma. Þeir sem áður voru mærðir eru nú fyrirlitnir. Fólk er nú að uppgötva að það hefur verið dregið á asnareyrunum í gegnum síðustu 10 ár. Stjórnmálamenn eru rúnir trausti, embættismenn eru rúnir trausti og fjármálastofnanir eru rúnar trausti.

Nú kann þetta að hljóma eins og einhver ofnotuð klysja en til þess að renna stoðum undir þessar alvarlegu ákúrur mínar þá koma hér nokkur dæmi.

  • Stutt er síðan Geir Hilmar sagði að „botninum“ væri náð. Síðan þá hefur krónan falli u.þ.b 50%.
  • Fjármálaeftirlitið hefur reynst gagnslaust apparat sem lítur ekki eftir neinu. Almenningur veit mikið meira um svínaríðið en Fjármálafeftirlitið viðrist gera. Hvað hefur FME t.d sagt um pappírs-fúskið í kringum þegar „Baugur selur Baugi“?
  • Viku fyrir þjónýtinguna var Glitnir í „góðum málum“ að sögn Weldings miljónaforstjóra.

Oft var Íslandi lýst sem „risastórum vögunarsjóð“ þegar litið var til hvernig bankarnir í landinu störfuðu. Íslensku bankarnir svöruðu því til að „traustar eignir stæðu á bak við hverja krónu“ og sökuðu gagnrýnendur um öfundsýki fyrir að hafa vakið athygli á skuggahliðum útrásarinnar.

Sú staðreynd að Davíð Oddson er í lykilhlutverki í þessu máli öllusaman er sárari en tárum taki. Hann er alltof umdeildur. Allt sem hann segir og gerir verður sett undir „með eða á móti Baugi-hattinn“ eða eitthvað þvíumlíkt. Ekkert mál nær að setjast og hið dæmigerða íslenska óreiða verður ríkjandi um allarl embættisfærsur Davíðs Oddsonar. En þar er Davíð á heimavelli og kann best við sig þegar enginn sér neitt út úr augum fyrir íslensku rugli.

Orð hans um stöðu íslenska bankakerfisins eru svo skaðleg að honum er ómögulega stætt á frekari setu í stól Seðlabankastjóra. Því miður hefur Davið tekið við forystunni af Geir Haarde og stýrir nú atburðarásinni. Geir afhjúpast sem litlaus og átakafælin liðleskja sem ræður ekki við þetta stærsta verkefni íslenskra stjórmála fyrr og síðar. -Því miður. Geir verður að rífa sjálfan sig upp á rassgatinu og reka Davið Oddson. Þó ekki nema fyrir þær sakir að hann hefur tekið völdin í flokknum hans. Stundum eru stjórmál list hinna réttu tímasetninga. Nú ætti Geir að losa sig við Davíð og Björn Bjarnason. Koma Evrópuumræðunni á koppinn og vinna að inngöngu í ESB.

Þótt það kunni að hjóma sérkennilega þá þessir tveir frekar tilbúnir til að sjá landinu blæða til ólífis heldur en sjá landið skipta um gjaldmiðil. -Þetta sætir undrum og vekur reiði. Uppgjör í Sjálfstæðisflokknum er aðkallandi. Þessar hamfarir gerðust á þeirra vakt, með þeirra fulltingi og þeirra vitund og vilja. De-regulasjón fjármálakerfisins er Sjálfstæðisflokknum að kenna -og hafi þeir skömm fyrir.

Helsta áhyggjuefni margra í efri lögum samfélagsins er að ekki skuli fundnir „sökudólgar“ og að fólk ætti að dveljast í núinu, og snúa bökum saman á þessum erfiðu stundum.
Þegar storminum lægir og skaðinn af hruninu kemur í ljós skal ég lofa ykkur einu lesendur góðir. Ég er sannfærður um að þjóðin mín um standa saman í uppbyggingunni. Við munum komast út úr þessar kreppu. Við munum lifta grettistaki.
-Þeir einu sem ekki munu dvelja í núinu og snúa bökum með okkur eru um það bil 100 manna hópur sem leiddi þjóðina inn í þessar hamfarir. Þessi hópur verður erlendis að telja restarnar af peningunum sínum. Ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að mikið hafi verið millifært á reikninga í Cayman eyjum frá íslenskum miljarðamæringum undanfarnar vikur og mánuði.
Ef að það er skoðun einhverrra að ekki skuli rannsaka eða skoða hvað gerðist, og gera það á nákvæman og hlutlausan hátt (lesist: án flokkspólitískra afskipta) þá er ég viss um að sú skoðun er runnin af annarlegum hvötum. Það er árás á skynsemina og mannlega reisn að láta ekki rannsaka svona hamfarir. -En það liggur hinsvegar ekkert á.

Furðulegast af öllu saman í þessari dramatísku atburðarás eru viðbrögð Björns Bjarnasonar. Skyndilega, og öllum af óvörum sér hann ekkert að því að fá risalán frá Rússlandi!. . . Hið hálfkulnaðað kaldastríðs náttröll, Björn Bjarnason sér ekkert að því að fá 600 miljarða lán frá Bjarmalandi. Ég átti svo sem von á svífandi simöpönsum inn um gluggann hjá mér en ekki þessum vinglushætti Björns. Ef ég nennti gæti ég fundið amk. 10.000 tilvitnanir um „rússagull“ og „hættuna frá Rússlandi“ eða álíka frasa sem bera ofsóknarbrjálæði Björns Bjarnasonar gott vitni.

Ég vona að Björn hætti nú þegar að blogga og að þessi grein hans verið endahnúturinn á annars athygliverðum bloggferli.

2 comments On Lokafærsla Björns Bjarnasonar.

Comments are closed.

Site Footer