Læknaklám 7 kapítuli. Saga eftir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur

Sjöundi kapítuli.

Járngerður Brynja kvaddi aldraða embættismanninn með virktum. Hann var nú stálsleginn og virtist fær í flestan sjó. Hann þakkaði Járngerði Brynju góðgerðirnar og sagðist mundu sakna rúmbaðanna. Járngerður Brynja vissi sem var að skarð þess aldraða yrði erfitt að fylla. Svo nánar og innihaldsríkar höfðu samverustundir þeirra verið. Kvöldinu áður hafði lagst inn með óstöðvandi blæðandi magasár ungur stúdent. Þetta var magur piltur, ljós yfirlitum og með greindarlegan vangasvip. Hann var afskaplega mælskur og talaði eingöngu í bundnu máli. Það þótti Járngerði mikill kostur enda afbragðs hagyrðingur sjálf og skaut jafnan inn vísum um atburði líðandi stundar þegar aðrir töluðu saman um fréttir dagsins á óhefluðu götumáli.Stúdentinn minnti Járngerði helst á fínlegan mjófættan vaðfugl. Hann var afskaplega hálslangur og í fjarlægð var auðveldlega hægt að taka feil á stúdentinum og sjaldséðri hegrategund.Hann var afskaplega mjóróma og það var rétt svo að Járngerður gæti greint orðaskil þegar hann mælti til hennar:
Sveinn ég heiti Sveinbjörnssonsveinsstauli

utan af landilegið hef ég lon og donleiður er pestarfjandi.Járngerður umvafði drenginn örmum og svaraði að bragði:Vökul augu vakta þigvinur því mátt trúaalltaf skaltu eiga migekki er ég að ljúgaSvo grannur var pilturinn að Járngerður átti í engum vandræðum með að bera hann fram á salernið þegar ekki var um að villast að drengnum var mál. Hún hefði vel getað skotrað til hans bekkeni en einhvernveginn taldi hún að hann hefði gaman af því að fá að sjá sig örlítið um á spítalanum. Hún bar hann jafnvel fram í býtibúr og kynnti piltinn fyrir morgunvaktinni.Engum kom á óvart þetta háttalag Járngerðar því alvanalegt var að sjá til hennar á göngum spítalans þar sem hún bar sjúklinga í eða úr aðgerð.Stúdentinn var svo máttfarinn að hann þáði með þökkum þegar Járngerður bauðst til að væta kringlubita upp í volgu kakói og borðaði kringluna með bestu lyst úr lófa Járngerðar. Þegar hún hafði komið honum aftur upp í rúm hafði hann á orði:Kringlubitinn kætti lundmeð kossi vil nú þakkaAftur kem ég á þinn fundog alheill gef þér pakka.Járngerður Brynja sem kallaði nú ekki allt ömmu sína viknaði við þessi orð stúdentsins og þerraði tár af hvörmum sér í sárabindi sem hún bar ávalt í vinstri vasa einkennisbúngsins. Stúdentinn ungi hafði sem betur fer liðið útaf og svaf svefni hinna réttlátu. Hann varð því einskis var sem var vel. Járngerður Brynja horfði á náfölt andlitið í kvöldskímunni og fann til undarlegrar samlíðunar með hinum unga viðkvæma stúdent. Það var eitthvað dýrðlegt, eitthvað annars heimslegt, við þennan unga skáldmælta dreng.
Járngerður Brynja tók á þeirrri stundu ákvörðun um að annast piltinn ein. Hún ein skyldi að gera honum til góða. Flausturslegt viðmót starfssystra hennar og gassalegur framgangurinn gætu hreinlega stuðlað að andlegu niðurbroti svo viðkvæmrar sálar. Það var þá sem Járngerður gerði sér ljóst að hún gæti ekki tekið sér sumarleyfi þetta árið. Það var ekki skemmtileg tilhugsun fyrir Járngerði að þurfa að útskýra fyrir gönguhópnum sem beið í ofvæni af tilhlökkun vegna fyrirhugaðrar ferðar að hún, þrautreyndur fararstjórinn, þyrfti enn og aftur starfa síns vegna að afboða þátttöku sína. Það var ljóst að Inúítarnir á Grænlandi yrðu að bíða komu Járngerðar Brynju enn um sinn.,,Á vaktinni“

1 comments On Læknaklám 7 kapítuli. Saga eftir Steinunni Ólinu Þorsteinsdóttur

  • Takk fyrir mig ég hreinlega elska þessa sögu hún sameinar allt það sem er mest áberandi í „rauðu ástarsögunum“ og Sápuóperum og gerir það á svo frábærann hátt að það er ekki annað en hægt að hafa gaman af og glotta út í annað.

Comments are closed.

Site Footer