kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

LJÓTUR STÓLL

Ég fer stundum á flóamarkaði.  Það er eitthvað furðulega seiðandi við þá.  Ég dett inn í algert nostalgíu-kast þegar ég gramsa mig í gegnum svona markaði.  Stundum kaupi ég eitthvað og geri held ég bara góð kaup.

Ég er reyndar svolítið spes þegar kemur að smekk.  Ég er afar vondur smekkmaður. Mér finnast ljótir hlutir flottir.  Um daginn átti ég leið um Óðinsgötuna og fór inn í búð sem ég fer stundum inn í.  Það er svona uppboðs-búð.

Þar sá ég ljótasta stól sem ég hef séð og auðvitað drep-langaði mig í hann.  Sem betur fer var ég með myndavél á mér.

Mig skortir eiginlega orð til að lýsa þessu júniti.  Hengibúrs-stóll með tígrísdýra ákæði.  Eða eitthvað….

Ef maður ber eyrað við járnstöngina sem heldur stólnum uppi mætti sennilega heyra óm frá seyðandi tónum hins sænska Harpó.

Og verðið…  4000 sænskar.

Þessi stóll minnti ekki bara á seyðandi diskótóna, kúabjöllur og gullöld bandarískar erótíkur, heldur líka „ástarkúluna“ frá Ingvari og Gylfa.  Ástarkúlan var eitthvað rosalegasta rúm Íslandssögunnar. Pluss-klædd dyngja með steríógræjum, ísskáp og ljósasjói. -OG BAR !!  Algerlega brjálæðisleg mubla.  Ég tímaritaði hana og fékk ýmislegt en það er eins og mig minni að Samúel hafi gert ástarkúlunni best skil.

Ég fann þó þessa frábæru mynd af ástarkúlunni „in the making“.

-Epískt.

-o-o-o-
það væri frábært ef einhver lesandi gæti sent mér eitthvað um ástarkúluna.  Er svona mubla ennþá til?  Mér þykir sú spurning miklu merkilegri en hvar gullskipið á Mýrdalssandi er niðurgrafið.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer