LJÓÐRÆNASTA LJÓSMYND HRUNSINS

Það eru til margar ótrúlegar ljósmyndir úr hræringatímanum eftir hrunið.  Mynd af Davíð Oddsyni undir einhverju mótmælaspjaldi, þar sem Sjálfstæðisflokknum er likt við ránfugl.  Gaurinn með „helvítis fokkíng fokk“ spjaldið.  Útbíaðir lögreglumenn í varðstöðu fyrir framan Alþingishúsið..  Ótrúlegar myndir sem grípa andartakið og stemninguna.

Ljóðrænasta myndin er þó myndin af Tryggva Þór Herbertssyni og Frederic Mishkin þar sem þeir eru búnir að skjóta hreindýrskvígu.  Kvígan liggur marrandi í kafi í fallegum læk og maður eiginlega finnur hvað hann er kaldur.  Undursamlegir litir slást við áhorfandann, einhver fegurð milli þess ljóta.  Kvígan dauð í blárri og grænni víglínu.  Hylur hefur myndast við hrygg skeppnunnar og þar er eins og maður heyrir gutlið í kaldri iðunni.  Þarna eru þeir búnir að stilla sér upp Tryggvi og Mishkin og eru bara nokkuð brattir.  Milli þeirra er einhver fígúra eins og í málverki eftir Helga Þorgils.  Dómari með sixpensara.

Miskin er í stellingu eins og fótboltamaður með annað hnéð á jörðinni og hvílir sig á hinu. Snertir jörðina með lófanum og geymir byssuna sína einhvernvegin á milli.  Tryggvi er meira í öðru sæti enda „second banana“ í þessum farsa sem Miskin dró Ísland inn í á lokametrum hrunsins.

Það er er samt mest athyglivert er að þessir tveir hagfræðingar veittu íslensku efnahagslífi náðarskotið.  Þeir Kláruðu þetta í akademísku hóraríi.

Seldu æru sína og virðingu fyrir peninga.

-Hér kemur svo punkturinn sem þarf að komast að.

Ef að þessir tveir, og nú er ég að visa sérstaklega til Tryggva Þórs, hefði vott af sómatilfinningu, myndi hann biðjast afsökunnar fyrir þetta náðarskot, eða að minnsta kosti útskýra hvað hann var að spá.

Í framhaldi kemur svo punktur sem ég held að margir eigi erfitt með að skilja. Það er þetta stóra og hrópandi „en“…

En Tryggvi Þór Herbertsson, alveg eins og Fredrik Mishkin hefur ekki sómatilfinningu.  -Hana vantar bara.  Því ef hún væri til staðar, þá myndu þessir skammast sín.

Site Footer