LILJA KVÖDD

Ég er vinur Lilju Mósesdóttur á Fésbókinni.  Það veitir mér ákveðna innsýn í það eftir hvaða brautum hugur hennar rennur.  Davíð Oddson hlýtur líka að vera vinur hennar því að eftir að Lilja birti þennan status heyrðist skálað í Hádegismóum með tilheyrandi rellu-þeytingum, pípublæstri og taktfastri funk tónlist.  Þetta var statusinn sem gladdi Davíð Oddson svona ferlega mikið:

Það hlýtur öllum að vera orðið ljóst að aðlögun að ESB er hafin, þrátt fyrir að Alþingi hafi aðeins samþykkt að senda inn umsókn. Efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar er nú í samræmi við Maastricht skilyrðin. Gjaldeyriskreppuna á að leysa með upptöku evrunnar án þess að aðrir kostir séu kannaðir. Ofurkapp Samfylkingarinnar á að koma þjóðinni í ESB klífur alla flokka og þjóðina í fylkingar.
Í
þessu samhengi er skemmtilegt að rifja upp orð sömu Lilju þegar umsókn
Íslands um aðild að ESB var rædd á Alþingi. Þá var Lilja bara ansi
hrifin af evrunni, sem helstu von þjóðarinnar í gjaldeyriskreppu:
Ég tel ekki rétt að fresta aðildarumsókn á meðan verið að vinna að bráðaaðgerðum í efnahagsmálum þar sem mjög brýnt er orðið að finna lausn á gjaldeyriskreppunni. Við erum í dag að glíma við tvíburakreppu, þ.e. bæði bankakreppu og gjaldeyriskreppu.
…og
Ef við viljum ekki búa við gjaldeyrishöft næstu árin eru aðeins tvær  lausnir í sjónmáli, annaðhvort að leita eftir stuðningi ESB við krónuna og taka síðan upp evru eða taka einhliða upp annan gjaldmiðil.
Raunar virtist Lilja fortíðar nokkuð áfram um að Íslendingar gerðu sitt besta til að uppfylla Maastricht skilyrðin, sem  Lilja dagsins segir tilheyra „ofurkappi Samfylkingar“:
Komi í ljós að ESB og Evrópski seðlabankinn muni ekki styðja gengi krónunnar og að ekki verði hægt af hálfu Íslendinga að fullnægja skilyrðum Maastricht samkomulagsins er ljóst að innganga í Evrópusambandið er gagnslítil. Verði það niðurstaðan tel ég samningaviðræðunum sjálfhætt og að Íslendingar eigi að snúa sér af fullum þunga að því að endurreisa efnahagslífið og íslenskt samfélag óstuddir.#
Jafnframt vildi Lilja fortíðar skoða upptöku evru ofan í kjölinn áður en aðrir möguleikar væru skoðaðir. Þegar það virðist uppi á teningnum í dag, skrifar Lilja dagsins það á “ofurkapp Samfylkingarinnar”.
Hvað varðar afstöðu mína um hvort hagstætt sé að ganga í Evrópusambandið eða alla vega að hefja samningaviðræður við ESB um upptöku evrunnar þá lít ég svo á að upptaka evrunnar sé bara einn möguleiki af mörgum og að tímabært sé að kanna hvort það sé raunhæfur möguleiki á þessari stundu. Ég tel að með því að setja þetta atriði í forgang þá muni niðurstaða fást fljótlega eða með haustinu og ef hún er neikvæð tel ég að ríkisstjórnin eigi að kanna aðra möguleika hvað varðar upptöku annars
gjaldmiðils.#
Þá má rifja upp að afstaða Lilju fortíðar var ekki sú sama og Lilju dagsins að ýmsu öðru leyti. Á sínum tíma taldi hún hægt að sjá kosti við aðild að ESB – hafði sumsé ekki aðlagast möntru Dalabóndans um að allt væri þetta runnið undan rifjum hinnar illu Samfylkingar:
Kostir aðildar sem nefndir hafa verið eru meðal annarra lægra vöruverð, lægri vaxtakostnaður, þátttaka í stefnumótun innan ESB og áhrif á lög og reglur ESB sem við höfum ekki í dag þrátt fyrir að hafa innleitt um 70% þeirra reglna og tilskipana. Í mínum huga skiptir miklu máli að aðild Íslands að ESB mun tryggja annars vegar þátttöku okkar í atvinnustefnu og félagsmálastefnu ESB og hins vegar innleiðingu regluverks er varðar réttindi minnihlutahópa á vinnumarkaði.#
Og reyndar var hún þeirrar skoðunar á sínum tíma, að Íslendingum hefði verið betur tekið af kröfuhöfum Icesave ef landið hefði notið skjóls ESB:
Hvað varðar meðhöndlun Breta og Hollendinga á okkur í Icesave-málinu þá er ég sammála hv. þingmanni [Pétri Blöndal] um að hún sé fordæmalaus og velti því oft fyrir mér hvort þeim hefði leyfst að bregðast við á þennan hátt hefðum við verið innan Evrópusambandsins. […] Ég hef starfað lengi fyrir Evrópusambandið og reynsla mín af því starfi er sú að yfirleitt leitar framkvæmdastjórn ESB sátta meðal aðildarlanda þegar upp rís einhver ágreiningur. Ég tel að það hefði verið reynt lengur og meira að ná sáttum í Icesave-málinu ef við hefðum verið innan Evrópusambandsins, sem dæmi.#
Hvað varðar hina sanngjörnu ábendingu Lilju dagsins, um að ESB kljúfi þjóðina og stjórnmálaflokka í fylkingar, þá mætti benda henni á ummæli Lilju fortíðar. Henni var þessi sannleikur ljós frá upphafi.
Ég sé ekki að landsfundur flokksins hafi á neinn hátt sett einhverjar verulegar skorður á því hvernig við semjum um þetta mál.  [RÚV: En nú virðist þjóðin vera svolítið klofin líka í þessu máli.] Já og hérna Vinstri-græn eru líka klofin í þessu máli alveg eins og hérna þjóðin sko. Ég held að það líka hafi komið skýrt fram í hérna gengi flokksins annars vegar á höfuðborgarsvæðinu og hins vegar á landsbyggðinni.#
Það er því ljóst að Lilja Mósesdóttir talar út og suður í þessu mái.  Telur sjálfa sig ígildi heils stjórnmálaflokks og þarf því ekki að ná neinni lendingu með neinum nema sjálfri sér. Takið nú eftir ágætu lesendur.  Hvað kallast sú manngerð sem segir eitt í dag, en annað á morgun?  Er það ekki einhverskonar vingull eða flautaþyrill?  Hvað í ósköpunum getur útskýrt flautaþyrilshátt Mósesdóttur?  Rann upp fyrir henni ljós?  Ef svo er, vill hún vera svo væn að greina frá opinberun sinni.
Við eigum nefnilega heimtingu á því. Margir fákunnandi VG-ingar telja flautaþyrilshátt Mósesdóttur bera vott um sérstaka stjórnkænsku og heiðarleika en horfa algerlega framhjá því að fólk sem láði VG atkvæði sitt í síðustu kosningum, var ekkert sérstaklega að kjósa HANA (þótt hún haldi því fram, uppfull af heilagri reiði þess niðurtroðna).  Kjósendur VG voru að kjósa teymið í VG. 
 
-TEYMIÐ!
Ekki Mósesdóttur eina með hnefann sinn og flautaþyrilsháttinn sem hún ruglar saman við heiðarleika.
Flónin raðast nú í einfalda röð og vildu Lilju kveðið hafa meðan almennilegt fólk vill hafa þetta einfaldara.
..Og kveðja hana þess í stað.

Site Footer