Lífsseig mýta.

Ein lífsseigasta mýta íslensks samfélags snýr að hinum óréttlátu sóknargjöldum og er þessi hérna:

 • Þegar einhver skráir sig ÚR ríkiskirkjunni, lendir sóknargjaldið hans beint til guðfræðideildar HÍ.

Þetta er að sjálfsögðu bara rugl. Einu sinni var þetta hálfsannleikur en núna er þetta bara rugl. Í dag renna hin óréttlátu sóknargjöld beinustu leið aftur til ríksins þegar einhver skráir sig t.d utan trúfélaga. Það var hinsvegar þannig að sóknargjöld trúleysingja runnu til Háskólasjóðs, en allar deildir HÍ nutu góðs af því.

Ágætu lesendur.

Nú er lag að laga. Eftir 10 daga rennur út frestur til að hafa leiðrétta og laga sína eigin trúfélagaskráningu fyrir árið 2010. Ef þetta er gert síðar, þá telur breytingin ekki fyrr en árið 2011. Þetta kerfi er afar snúið og stirt í sniðum. Búið hefur verið þannig um hnútana að illfært er að breyta nokkru um trúfélagaskráningu fólks. Þetta er gert til þess að regluleg hneykslismál innan allskonar trúfélga hafi sem minst áhrif á skráningu fólks í téð trúfélög.

Þó að öll umgjörð í kringum trúfélgaskrániningu sé flókin er tiltölulega auðvelt að breyta trúfélgaskráningu sinni. Gallinn er að það er bara „talið“ einu sinni á ári, s.s í lok nóvember. Já þetta er ranglátt og ógeðfelt en svona á að snúa á kerfið.

 • Prentið þetta blað út og faxið í síma 569 2949 eða farið með til Þjóðskrár í Borgartún 24

Munið að hafa hraðar hendur. „Kerfið“ treystir á áhugaleysi almennings.

Hafi einhver áhuga á að vita skoðun mína á hvernig kerfið ætti að vera þá er hún svona:

Trúfélög eiga sjálf að innheimta sóknargjöldin sín. Senda út gíróseðil til allra sem eru skráð í téð trúfélag. Alveg eins og íþróttafélög eða önnur félög. Ríkið á ekki að skipta sér á nokkurn hátt að trú eða trúleysi borgaranna.

9 comments On Lífsseig mýta.

 • "Trúfélög eiga sjálf að innheimta sóknargjöldin sín. Senda út gíróseðil til allra sem eru skráð í téð trúfélag. Alveg eins og íþróttafélög eða önnur félög. Ríkið á ekki að skipta sér á nokkurn hátt að trú eða trúleysi borgaranna."

  Pæling… styrkir ríkið ekki íþróttafélögin með miklum fjármunum, þ.e. í gegnum KSÍ, HSÍ, KKÍ o.s.frv. Gott mál enda hafa íþróttir góð áhrif á börn og ungmenni, gera það t.d. að verkum að unglingar byrja seinna (eða ekki) að drekka/reykja. Sama má segja um trúfélögin.

 • En hvernig er hægt að komast að því hvernig maður sé skráður? Þarf maður að mæta niður á þjóðskrá og framvísa persónuskilríkjum?

 • AP Exclusive: Muslim countries seek blasphemy ban

  GENEVA – Islamic nations are mounting a campaign for an international treaty to protect religious symbols and beliefs from mockery — essentially, a ban on blasphemy.

  Documents obtained by The Associated Press show that Algeria and Pakistan have taken the lead in lobbying to bring the matter to a vote in the U.N. General Assembly.

  Such a ban would face great resistance in Western nations that enshrine freedom of expression as a fundamental right.

  The countries that form the 56-member Organization of the Islamic Conference are currently lobbying a Geneva-based U.N. committee to accept its plan, a first step for it to eventually be put before the General Assembly.

  If that occurs, Muslim countries and their allies in the developing world would stand a decent chance of mustering the simple majority needed in the General Assembly to adopt such a treaty.

 • Nafnlaus 12:01

  Sko. Vissulega er ágætt að ríkið styðji við bakið á Val eða Breiðablik sem dæmi vegna einhverra verkefna eða þvíumlíkt, en ótækt er að ríkið innheimti félagsgjaldið fyrir þessi íþróttafélög. -Það er bara rugl. Alveg eins og að ríkið sé að innheimta rekstrargjöld fyrir Krossinn, Ásatrúarfélagið eða Þjóðkirkjuna.

  Svo set ég spurningamerki við forvarnarstarf hjá trúfélögum. Barnastarfið þar er aðallega fyrir litla krakka. Trúfélög ná ekkert sérstaklega vel inn í aldurshópinn frá eftir fermingu eins furðulega og það hjómar. En íþróttafélögin ná hinsvegar vel inn í þennan hóp. Ég veit ekkert hvort kirkjulegt starf unglinga sé svo rugl-fráhrindandi því þeir unglingar sem eru virkrir í svona trúarstarfi eru sjálfslagt "góðir krakkar" og ekki í neinni hættu á því að byrja að reykja eða dópa. Þetta er reyndar bara min tilfinning og ekkert annað þar að baki.

  Nafnlaus 12:07

  Ég held að það sé bara nóg að hringja niður í Þjóðskrá og tékka hvar maður er skráður. Síminn er 569 2900.

  Allt um sóknargjöld hér:

  http://www.vantru.is/2009/10/07/09.00/

 • Eftir breytinguna á lögunum er niðurstaðan sumsé sú að þeir sem standa utan trúfélaga borga hlutfallslega meira en trúfélagaskráðir til sameiginlegra verkefna hins opinbera svo sem menntakerfis, heilbrigðiskerfis, löggæslu, samgangna og svo framvegis.

  Hluti fólks getur sumsé valið að leggja minna til með því að láta ríkið ráðstafa hluta skatttekna til félagsstarfs trúfélaga.

 • Nákvæmlega!

  Þeir sem standa utan trúfélaga borga 12.000 krónur hærri skatt en þeir sem eru skráðir í einhver trúfélög…

  Skattur á þá sem trúa ekki á yfirnáttúrulega veru eða verur.

  Gáfulegt eða hitt þó heldur…..

 • Nú fer að koma að jarðarförinni minni – hvar á ég að hola mér niður og hver á að stjórna þeirri atöfn? Það er nú ágætt að hafa einhvern fastráðinn og vanan til að mæla með manni við móttakanda (ef einhver er!)
  Ég veit að bannað er að grafa utan kirkjugarða en kemur til einhver sérstök "lóðaleiga" fyrir þá sem eru utan trúfélaga!
  Kveðja,
  Ragnar Eiríksson

 • Nei. Enginn sérstök lóðaleiga. Þegar fólk deyr, þá er það jarðað. Jarðarfarir koma sóknargjaldi ekkert við.

  -Þær kosta

  Ekkert breytist við það að sóknargjaldið þitt rennur til ríkisins í stað einhverra trúfélaga. Þú getur alltaf gift þig í kirkju (enda borgar þú fyrir það), skírt, fermt eða hvað eina. Þetta borgar þú fyrir þrátt fyrir að vera í þjóðkirkjunni eða ekki.

  Eini munurinn er Fríkirkjan í Reykjavík. Þar eru giftingargjöldin, skírnargjöldin og fermingargjöldin innifalin í sóknargjöldunum. Maður sparar s.s á því að vera þar innanbúðar.

  Þjóðkirkjan innheimtir sóknargjöld OG svo allt auka eins og giftngar, jarðarfarir o.þ.h.

 • Það má líka gjarnan benda Ragnari á það að [url=http://http://sidmennt.is/veraldlegar-athafnir/utfor/]Siðmennt[url] getur séð um stjórna þeirri athöfn að hola honum niður án nokkurar trúarlegar aðkomu.

  Lóðaleiguna fyrir holuna þína borgarðu í gegnum lífið sem hluta af sköttum og þau tengjast sóknargjöldunum ekkert.

  Kv Siggi Óla

Comments are closed.

Site Footer