kdkdkdkdkdkkdkdkdkdkd

LEYNDARDÓMAR TRYGGVAGÖTU

Við Tryggvagötu eru nú miklar framkvæmdir.  Þar sem áður var bílastæði milli tveggja stórbygginga, mun nú loksins rísa hús sem passar inn í götumyndina eins og alltaf var meiningin.   Ég átti leið þarna framhjá á fimmtudagskvöldið og sá mér til furðu að gamall grjótgarður er þarna beint undir húsunum.   Fornleifafólk var var búið að grafa þarna frá og ugglaust kortlagt allt eftir ýtrustu nákvæmni.

En þar var járnahrúga upp við Tryggvagötu 11 sem vakti athygli mína og forvitni minni héldu enginn bönd og þaðan af síður plastrenningur þar sem á stóð „Vinnusvæði – Aðgangur bannaður“.  Ég setti standarann á hjólið og klofaði ofan í grunninn framhjá fagurlega hlöðnum sjógarðinum.  Þegar komið var að járnhrúgunni kom í ljós að þetta voru skipskrúfur og  þær fleiri en tvær eða þrjár!

Ég var auðvitað með Nexusinn og tók nokkrar myndir.

Þarna má sjá sjógarðinn undir lóðinni á Tryggvagötu 13
Þarna má sjá sjógarðinn undir lóðinni á Tryggvagötu 13

 

Eins og sjá má eru þetta að minnsta kosti 3 skrúfur og ryðgaðar mjög.  Mér þætti sniðugt er eitthvað safn eða ferðamanna-apparat keypti þessar skrúfur og setti upp á punt. Þær eru sannarlega flottar og sniðugt fólk gæti gert úr þessu eitthvað frábært.    Það er ég alveg viss um.

IMG_20150604_000924 IMG_20150604_000918 IMG_20150604_000853 IMG_20150604_000845 IMG_20150604_000841 IMG_20150604_000821 IMG_20150604_000807 Ryðgaðar skipsskrúfur

 

Svo var það daginn eftir að ég átti líka leið framhjá að ég sá sjógarðinn aðeins norðar eða við gaflinn á Kolaportinu.   Hérna eru myndir af honum.

IMG_20150605_123343
Þessi sjógarður er beinlínis í miðri Reykjavík. Frá honum má sjá Þjóðleikhúsið, hæstarétt Íslands, Seðlabankann, bílastæði Stjórnarráðsins, Þjóðmenningarhúsið og sitthvað fleira.

IMG_20150605_123557 IMG_20150605_123449 IMG_20150605_123557 IMG_20150605_123531

 

Svona getur Reykjavík verið skemmtileg.  Leyndardómar hér og þar.

-Meir að segja í Tryggvagötu

 

3 comments On LEYNDARDÓMAR TRYGGVAGÖTU

  • Vá, þetta er alveg stórmerkilegt! Takk fyrir að brjóta allar „reglur“ og sýna okkur þetta Teitur!

  • Gaman að þessu. Einu sinni sögðu fjölmiðlar frá svona hlutum og spurðu hvernig vinnu við fornleifar vindur fram og hvað hafi komið í ljós. Og svo kannski hver framtíð svæðisins er. En þetta er nútíminn, fjölmiðlar hafa engan áhuga á því að segja okkur frá, ólaunaðir einstaklingar gefa okkur góða mynd en það vantar heildarsýn á málið sem einu sinni var hlutverk fjölmiðla en er það ekki lengur.

  • Eitt sinn var ekki næg atvinna hér á landi. Það var atvinnubótavinna að hlaða svona hafnarmannvirki. Bæði í Reykjavik og dt. í Stykkishólmi.

Leave a reply:

Your email address will not be published.

Site Footer