Leikfangakassi Þyrlu-Manga

Ég átti leið um fagar sveitir Biskupstungna og Reykholts um helgina. Það var sannarlega ánægjulegt. Mér til undrunar þá frétti ég að Þyrlu Mangi ætti sumarbústað í nágreninu og stóðst ekki mátið við að festa dýrðina á mynd.

Sumarhúsið mun vera á milli 300 og 400 fermetrar og af glæsilegustu sort. Það fellur reyndar í skuggann af skúrnum fyrir garðháhöld og annað smálegt, því skúrinn sá er með 4 innkeyrsludyrum og á 2 hæðum. Þar mun Þyrlu-Mangi geyma fjórhjólin sín, bifreiðar og annað tildur sem nauðsynlegt er hverjum auðmanni með heilbrigðan metnað.

Til að hressa við minni lesenda þá „auðgaðist“ Þyrlu Mangi á því að veðsetja kvóta útvegsfyrirtæki síns í Vestmannaeyjum upp fyrir rjáfur (upp í rassgatið á andskotanum eins og einn stýrimaður sem ég þekki orðaði það)og fór verslunar-fyllerí. Keypti m.a Toyota umboðið og setti fé í heimskulegt fjársýslufyrirtæki sem fór á hausinn á innan við ári.

En þess ber að geta að kvótinn sem Þyrlu Mangi veðsetti er eign allar þjóðarinnar, einskonar erfðagóss allra Íslendinga sem erfist mann fram að manni. -Mesta náttúruauðlind þjóðarinnar. Eignin mín og eignin þín lesandi góður.

Nú er það svo að Þyrlu Mangi úr Vestmannaeyjum er ekki eini fábjáninn sem hefur veðsett þessa þjóðareign okkar langt út fyrir mæri landsins og inn í myrkustu hvelfingar þýska banka. -Þeir skipta hundruðum.

9 comments On Leikfangakassi Þyrlu-Manga

 • Djöfulsins forljóta umhverfisslys er þessi hvíta skemma.

 • Auðlind er skrifuð með einföldu. 😉

 • Teitur

  Mangi á bæði kvóta og dótakassa?

  Þjóðin á EKKI kvótann heldur eiga þeir hann í raun sem hafa nýtingarréttinn.

  Dæmi)
  Þú kaupir sendiferðabíl og borgar hann (eða tekur lán) og hann er á þínu nafni.

  Ég hins vegar er sá eini sem má nota bílinn, keyra hann , þegar ég vil.

  Þú þarft sérstaka heimild til þess að nota bílinn frá mér… jafnvel þó þú sért eigandi hans.

  Hvor á bílinn í raun, ég eða þú?

  Get real.

  Ps. Annar hver íslendingur sem á eitthvað undir sér á dótakassa. Fæstir eiga kvóta 🙂 og alls ekki þjóðin.

 • Þrátt fyrir allt þetta var haft eftir Magnúsi í Mogganum 2. júlí 2008 eftirfarandi: "Efnahagsumhverfið er þannig að maður er á mörkum þess að geta lifað lífinu…"

  Sjá hér: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/612544/

 • So?

  Mogginn er líka í eigu kvótagreifa úr Eyjum. Sér-hagsmunaöfl Sjálfstæðismanna verða sjá um sína.

  Áður áttu Björgólfsfeðgar sama blað en svo fóru þeir á hausinn og þjóðinn rak Morgunblaðið í marga mánuði fyrir Sjálfstæðisflokkinn…ókeypis…þangað til Kvótagreifarnir voru búinir að fá allar óþarfa skuldir niðurfelldar.

  Teitur

  Býrð þú ekki á Íslandi?

  Svona er þetta hér og hefur verið lengi.

  Okkur Íslendingum finnst ekkert að þessu og kjósum í takt við það aftur og aftur.

  Teitur, vertu úti

 • Samt vilja Sjálfstæðismenn verja þetta kerfi með kjafti og klóm, tala um að allt fari til fjandans ef hreyft verði við því. Ég spyr bara ,,hvernig getur þriðjungur þjóðarinnar verið svona viti firrtur að kjósa þetta þjóðfélags krabbamein sem Sjálfstæðisflokkurinn er?"

 • Ég dvaldi í 5 vikur í sumarbústað nærri Hótel Rangá í sumar. Nánast á hverjum morgni um 10 leitið, lenti téður Mangi þessu loftfari sínu við Hótelið til þess að fá sér morgunkaffið. Maður fékk velgju og reiði með sínu morgunkaffi

 • Það er ótrúlegt að valdir einstaklingar geti átt auðlindina í sjónum … auðlindina sem við sem íslendingar eigum rétt á. Undir venjulegum kringumstæðum ætti ég t.d að geta farið út í bát og veitt fisk .. en nei .. ég hef ekki kvóta .. kvótinn var gefinn kvótakóngum.. með réttu samböndin og rétt flokksskíreini.

  það er eitthvað að hérna… það er augljóst.

  að sumir geti orðið ríkari en anskotinn … afþví að þeir geta verið að selja og veðsetja fiskinn okkar…

  það hefur verið mikil spilling í gangi hér á landi … dapurlegt en satt.

 • Brennum þessarf villur ofan af þessu skítahyski þeir eru allir þessir forkólfar kreppunar búnir að koma sér upp svona sveitavillum sem þjóðhöfðingjar myndu ekki treysta sér í íburðin.

  Þetta pakk er búið að byggja sér skjól í sveitini fyrir svallveislur sínar og þa fyrir svita hins vinnandi verkamanns sem er kjarnin í fyrirtækjum þessara manna samanber fiskvinnslu og útveg leikfangakóngsins úr eyjum

  Önnur höll stendur með gríðarlegt útsýni yfir Norðuránna í Borgarfirði og þar eru 4 saunaböð og 5 stk salerni og baðherbergi af flottustu gerð ásamt 11 gestaherbergjum og risatórri wiskey stofu í kjallara og halda menn að þetta sé til að bjóða í gistingu nei þarna eru svallveislur haldnar og ólifnaðurinn sem ekki má sjá hjá þessu fína pakki sem ríður hvort öðru þegar henta þykir eða skrifa skal undir einhvern þjóðarósómann

  Brennum ofan af Hyskinu því það er búið að skjóta þessum eignum undan og skrá þetta á litlar fjarskyldar frænkur gegn feitri greiðslu til mömmunar 🙂

  Brennið þið vitar var sungið einu sinni nýtt slagorð er Brennið þið Hálfvitar

Comments are closed.

Site Footer